Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 til afgreiðslu að hluta. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
-
Félagsmálaráð - 242
Félagsmálaráð getur ekki orðið við hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020, en leggur til að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar höfnun á hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020 og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu um að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.