Fundargerðin er í 32 liðum.
Liðir 1, 25 og 26 eru sér liðir á dagskrá.
Liðir 21, 28, 29 eru til afgreiðslu. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954
Byggaráð getur því miður ekki orðið við ofangreindu erindi en óskar verkefninu góðs gengis.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og endurskoðun á erindisbréfi UT-teymis eins og það liggur fyrir.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.