Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dagsett 7. september 2020 þar sem vakin er athygli á fimm atriðum sem mætti hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar 2021. 1. Hallandi gólf í Ungó verði fjarlægt. 2. Snyrtingar í Ungó verði lagfærðar. 3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá. 4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk. 5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, Eignasjóðs og menningarráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021