Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá íbúaráði á Árskógssandi, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem lagðar eru fram tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillögurnar eru í 12 liðum og snúa að umhverfis- og tæknisviði, veitu- og hafnasviði og eignasjóði. Efst á lista er göngustígur meðfram Árskógssandsvegi og skjólgarðar og flotbryggja í Árskógssandshöfn.
Einnig er minnt á verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun 2020 og er ekki lokið, götulýsingu, uppsetning ærslabelgs, malbikun gatna og fráveitustöð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og fræðsluráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.