Frá Laxós/Guðmundi Vali Stefánssyni; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 805. fundur - 08.12.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 284. fundi umhverfisráðs þann 15. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað:

"Með erindi dags. 6. nóvember 2016 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir lóð fyrir seiðaeldiasstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi.

Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í umsóknina, en getur ekki veitt umbeðna lóð fyrr en skipulag svæðisins liggur fyrir. Ráðið leggur áherslu á að í upphafi skipulagsferlisins sé haft samráð við aðliggjandi nágranna. Samþykkt með fimm atkvæðum."





Til umræðu drög að samningi um afnot af vatni úr Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð á milli annars vegar Laxós ehf. kt. 671016-2110, og hins vegar eigenda að aðliggjandi jörðum/landspildum sem liggja að Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð vegna byggingar og rekstur Laxós á fiskeldisstöð.



Til umræða ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 13:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu. Byggðaráð lítur jákvæðum augum á þetta verkefni.

Umhverfisráð - 286. fundur - 13.01.2017

Til kynningar lýsing dags. jan 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2017 var eftirfarandi bókað:

"Til kynningar lýsing dags. jan 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."





Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 287. fundur - 03.02.2017

Til umræðu umsagnir vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi ásamt minnispunktum frá íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Árskógi 26. janúar síðastliðinn og ábendingum sem komu í kjölfarið á honum.

Árni Ólason skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.



Umhverfisráð fór yfir þær umsagnir sem borist hafa ásamt þeim ábendingum og athugasemdum sem íbúar hafa sent inn. Rætt var hvort aðrar staðsetningar fyrir seiðaeldisstöð á Árskógssandi kæmu til greina ásamt aðkomuleiðum að fyrirhugaðri staðsetningu.

Þar sem umsögn frá Umhverfis- og Skipulagsstofnun liggur ekki fyrir, er frekari umfjöllun um málið ekki tímabær.



Árni Ólafsson vék af fundi kl. 10:29.

Veitu- og hafnaráð - 58. fundur - 08.02.2017

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi Laxós ehf. um lóð fyrir seiðaeldisstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi. Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að þar verði skilgreint athafnasvæði. Auk þess þarf að vinna deiliskipulag svæðisins. Svæðið er á mörkum þéttbýlisuppdráttar Árskógssands en er að mestu leyti á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.

Lýsing hefur verið tekin saman þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum, meginatriðum fyrirhugaðra breytinga, líklegum áhrifum þeirra og skipulagsferli. Óskað er eftir umsögn veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar fyrir 2. febrúar 2017.



Í kostagreiningu sem liggur undir málinu er einn valkostur um að seiðaeldisstöðin verði byggð út í sjó fyrir sunnan höfnina að Árskógssandi. Það svæði er innan hafnamarka Árskógshafnar með vísan til þeirra skilgreinarar sem gerð var á árinu 2007.
Veitu- og hafnaráð mælir með því að kostnaðargreina þá valkosti sem eru til skoðunar m.t.t. kostnaðar sveitarfélagsins og velja síðan þann kost sem er hagstæðastur fyrir sveitarfélagið og sem samfélagið er sáttast við.
Gunnþór yfirgaf fund kl. 8:55

Umhverfisráð - 291. fundur - 16.06.2017

Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar lýsingu dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Til umræðu umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingum á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.
Ráðið þakkar innsendar ábendingar,athugasemdir og umsagnir og leggur áherslu á að við vinnu deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til þeirra. Ráðið leggur til að haldinn verði íbúafundur þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Laxós ehf. hefur látið vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýju 7.650 m² athafnasvæði á um 0,8 ha landfyllingu innan við höfnina á Árskógssandi. Þéttbýlismörkum á sveitarfélagsuppdrætti er breytt til samræmis. Fyrirhugað er að 1. hluti seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins verði á athafnalóð við Öldugötu en 2. hluti, sjógönguseiðadeild, verði á nýja athafnasvæðinu við höfnina. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var auglýst í júlí 2017. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru tilkynntar Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða stofnunarinnar var að fyrirhuguð seiðaeldisstöð á Árskógssandi væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lögð var fram tillaga að breyttu aðalskipulagi á breytingablaði dags. 5. júní 2018.
Umhverfisráð leggur til að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Á 306. fundi umhverfisráðs þann 8. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Laxós ehf. hefur látið vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýju 7.650 m² athafnasvæði á um 0,8 ha landfyllingu innan við höfnina á Árskógssandi. Þéttbýlismörkum á sveitarfélagsuppdrætti er breytt til samræmis. Fyrirhugað er að 1. hluti seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins verði á athafnalóð við Öldugötu en 2. hluti, sjógönguseiðadeild, verði á nýja athafnasvæðinu við höfnina. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var auglýst í júlí 2017. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru tilkynntar Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða stofnunarinnar var að fyrirhuguð seiðaeldisstöð á Árskógssandi væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Lögð var fram tillaga að breyttu aðalskipulagi á breytingablaði dags. 5. júní 2018.
Umhverfisráð leggur til að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar.

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á.

Veitu- og hafnaráð - 98. fundur - 16.09.2020

Erindi frá 954. Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á."

Í framangreindu bréfi er lögð fram sú spurning, til veitu- og hafnaráðs, hvort Laxós ehf. geti fengið allt að 100 m3/klst af heitu vatni vegna seiðaeldisstöðva á landfyllingu við Árskógssandshöfn í tveimur áföngum.
Ljóst er að með núverandi afkastagetu virkjunarsvæðisins að Brimnesborgum er það ekki hægt, en það hefur verið til umræða að bora þriðju vinnsluholuna. Verði farið í þá framkvæmd og borholan stæði undir þeim væntingum sem svæðið býður uppá þá ætti slíkt að geta gengið eftir en jafnframt þyrfti einnig að stækka stofnlögnina að notanda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna borunar á nýrri vinnsluholu að Brimnesborgum.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til stækkunar landfyllingar út frá fyrirliggjandi gögnum og minnir á að framkvæmdin þurfi að fara í formlegt skipulagsferli þar sem sú afstaða mun liggja fyrir.
Ráðið óskar eftir frekari gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til lengingar á landfyllingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 346. fundur - 18.12.2020

Með innsendu erindi dags. 28. nóvember 2020 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að taka upp þráðinn og klára skipulagsbreytingaferli sem varðar landfyllingu austur af höfninni, Árskógsandi.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að vinna við verkefnið verði tekin upp að nýju þegar frekari útfærslur verkefnisins liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 347. fundur - 08.01.2021

Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 347. fundi umhverfisráðs þnn 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að vísa framlagðri tillögu til skoðunar hjá Veitu- og hafnaráði og siglingarsviðs Vegagerðarinnar.

Veitu- og hafnaráð - 101. fundur - 03.02.2021

Á 347. fundi Umhverfisráðs, sem haldinn var 08.01.2021 var eftirfarandi fært til bókar:
"Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Í inngangi Umhverfisráðs með ofangreinu erindi segir:
"Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu."

Á fundinum var kynntur uppdráttur af umræddri landfyllingu þar sem fram kemur að viðlega skipa næst hafnarmynni Árskóssandshafnar mun þrengja verulega innsiglingu skipa til hafnarinnar. Lega þessarar landfyllingar er enn í mótun hjá framkvæmdaaðila og áhrif hennar á Árskógssandshöfn hefur ekki verið metin hjá Hafnadeild Vegagerðar og því ekki mögulegt að taka afstöðu til erindisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.

Veitu- og hafnaráð - 103. fundur - 09.04.2021

Á 347. fundi umhverfisráðs, þann 8. janúar, var erindi frá Laxós ehf. vísað til skoðunar veitu- og hafnaráðs og siglingarsviðs Vegagerðarinnar.
Niðurstöður þeirrar athugunar var að fyrirhuguð landfylling þrengdi að innsiglingu að höfninni og því nauðsyn á að aðlaga hana að ábendingum frá hafnadeild Vegagerðarinnar.
Þær tillögur sem unnar hafa verið og eru kynntar hér gera það að mati ráðsins.
Miðað við fyrirliggjandi tillögur samþykkir veitu- og hafnaráð með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs og felur sviðsstjóra að kynna tillöguna fyrir notendum hafnarinnar og óska eftir að frá þeim komi umsagnir sem kynntar verði á næsta fundi ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 104. fundur - 14.05.2021

Þann 19. apríl var haldinn opinn fundur með notendum Árskógssandshafnar þar sem kynnt voru áform um landfyllingu og lagfæringu á innsiglingunni að höfninni. Umræður voru málefnalegar og fjölluðu töluvert um ókyrrð í höfninni og þörf fyrir fleiri bílastæði vegna farþega sem nýta sér ferjusiglingar til Hríseyjar.

Fyrir fundinum er einnig bréf, frá 5. maí sl. frá Andey ehf., en það fyrirtæki er rekstraraðili ferjunnar til Hríseyjar. Í því eru reifaðar ýmsar hugmyndir sem snúa að aðstöðu innan hafnar og ytri mannvirkjum hafnarinnar og einnig fyrirhuguðum landfyllingaráformum.
Með vísan til bókunar 3. tl. á 103. fundi ráðsins frá 9. apríl sl. samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með fimm atkvæðum að vísa athugasemdum Andeyjar ehf, sem fram koma í rafbréfi frá 5. maí 2021, til umhverfisráðs og siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
Í framhaldi af umræðum á fundinum og ábendingum í bréfi Andeyjar ehf. mælist veitu- og hafnaráð til þess að efnt verði til samráðs við Vegagerð ríkisins og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag bílastæða við Árskógssandshöfn og umferðaleiðir að ferjubryggunni.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Til kynningar staða á umsókn Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi en fyrirhugað er að halda kynningarfund meðal íbúa á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Það nær til lóðar við Öldugötu á Árskógssandi vegna frumeldis og uppfyllingar austan ferjubryggju vegna áframeldis.
Umhverfisráð óskar eftir við upplýsingafulltrúa að kynningarfundurinn verði auglýstur vel á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Byggðaráð - 1012. fundur - 13.01.2022

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 347. fundi umhverfisráðs þann 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að vísa framlagðri tillögu til skoðunar hjá Veitu- og hafnaráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Á 104. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Þann 19. apríl var haldinn opinn fundur með notendum Árskógssandshafnar þar sem kynnt voru áform um landfyllingu og lagfæringu á innsiglingunni að höfninni. Umræður voru málefnalegar og fjölluðu töluvert um ókyrrð í höfninni og þörf fyrir fleiri bílastæði vegna farþega sem nýta sér ferjusiglingar til Hríseyjar.

Fyrir fundinum er einnig bréf, frá 5. maí sl. frá Andey ehf., en það fyrirtæki er rekstraraðili ferjunnar til Hríseyjar. Í því eru reifaðar ýmsar hugmyndir sem snúa að aðstöðu innan hafnar og ytri mannvirkjum hafnarinnar og einnig fyrirhuguðum landfyllingaráformum.
Með vísan til bókunar 3. tl. á 103. fundi ráðsins frá 9. apríl sl. samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með fimm atkvæðum að vísa athugasemdum Andeyjar ehf, sem fram koma í rafbréfi frá 5. maí 2021, til umhverfisráðs og siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
Í framhaldi af umræðum á fundinum og ábendingum í bréfi Andeyjar ehf. mælist veitu- og hafnaráð til þess að efnt verði til samráðs við Vegagerð ríkisins og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag bílastæða við Árskógssandshöfn og umferðaleiðir að ferjubryggunni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð innanhúss frá 2. fundi vinnuhóps frá 11. janúar sl. til upplýsingar um stöðu málsins.

Umhverfisráð var með málið á dagskrá á fundi sínum fyrr í dag og eftirfarandi var bókað:
"Til kynningar staða á umsókn Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi en fyrirhugað er að halda kynningarfund meðal íbúa á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Það nær til lóðar við Öldugötu á Árskógssandi vegna frumeldis og uppfyllingar austan ferjubryggju vegna áframeldis.
Umhverfisráð óskar eftir við upplýsingafulltrúa að kynningarfundurinn verði auglýstur vel á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagsmunaaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar."

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 111. fundur - 14.01.2022

Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi.
Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði.

Byggðaráð - 1013. fundur - 20.01.2022

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni."
Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði."

Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengilegt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1014. fundur - 27.01.2022

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði." Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar."

Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 68. fundur - 02.02.2022

Undanfarið hefur verið til kynningar fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand. Íbúafundur var haldinn þann 19. janúar sl. á Zoom.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti stöðu málsins fyrir ráðinu.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 1015. fundur - 03.02.2022

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar."
Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann.Lagt fram til kynningar."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Monika Margrét vék af fundi kl. 08:20 vegna vanhæfis.

Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna.

Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1032. fundur - 07.07.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar."

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar."

Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína.

Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1033. fundur - 14.07.2022

Undir þessum lið kom á fundi að nýju Freyr Antonsson kl. 14:15.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:15.

Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar." Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar." Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20. Lagt fram til kynningar."


Til umræðu ofangreind kynning og samantekt frá síðasta fundi.

Með fundarboði fylgdi einnig til upplýsingar tékklisti innanhúss vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Byggðaráð áformar að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um ofangreint verkefni og stöðuna á því.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund að nýju Freyr Antonsson kl. 14:15.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:15.

Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar." Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar." Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20. Lagt fram til kynningar.


Til umræðu ofangreind kynning og samantekt frá síðasta fundi.

Með fundarboði fylgdi einnig til upplýsingar tékklisti innanhúss vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Byggðaráð áformar að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um ofangreint verkefni og stöðuna á því."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirskriftarlisti frá íbúum og húseigendum á Árskógssandi þar sem fiskeldi, seiðaeldi í og við byggð á Árskógssandi eins og kynnt hefur verið er mótmælt kröftuglega.

Um er að ræða 58 undirskriftir sem er 61,8% íbúa 18 ára og eldri með lögheimili á Árskógssandi.


Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 116. fundur - 26.08.2022

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.