Veitu- og hafnaráð

101. fundur 03. febrúar 2021 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum voru lagðar fram eftirfarandi fundargerðir:
Fundargerð 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn föstudaginn 13. nóvember 2020 og hófst hann kl. 11:00, um var að ræða fjarfund.

Fundargerð 429. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2020 og hófst hann kl. 15:00, um var að ræða fjarfund.

Fundargerð 430. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn föstudaginn 11. desember 2020 og hófst hann kl. 11:30, um var að ræða fjarfund.
Lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn föstudaginn 22. janúar 2021 og hófst hann kl. 11:30, um var að ræða fjarfund.
Lögð fram til kynningar.

3.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 202012003Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 20.11.2020 er kynntur útreikningur á sérstöku strandveiðigjaldi hafna og hlutdeild Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í því.

Lagt fram til kynningar.

4.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 347. fundi Umhverfisráðs, sem haldinn var 08.01.2021 var eftirfarandi fært til bókar:
"Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Í inngangi Umhverfisráðs með ofangreinu erindi segir:
"Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu."

Á fundinum var kynntur uppdráttur af umræddri landfyllingu þar sem fram kemur að viðlega skipa næst hafnarmynni Árskóssandshafnar mun þrengja verulega innsiglingu skipa til hafnarinnar. Lega þessarar landfyllingar er enn í mótun hjá framkvæmdaaðila og áhrif hennar á Árskógssandshöfn hefur ekki verið metin hjá Hafnadeild Vegagerðar og því ekki mögulegt að taka afstöðu til erindisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.

5.Rotþrær í Dalvíkurbyggð og losun þeirra.

Málsnúmer 202101147Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt álagning rotþróargjalds og niðurstöður tæminga á þeim á síðustu árum. Á árinu 2020 voru settar niður 7 rotþrær á eftirtöldum stöðum: Þorsteinsstaðir, Göngustaðakot, Ytra-hvarf (íbúðarhús og fjós), Álfafell, Ásgarður og Hrafnsstaðir (tvö íbúðarhús).
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að sviðsstjóri leggi fram lista yfir húsnæði sem ekki eru með rotþró og ekki eru tengd fráveitukerfi sveitarfélagsins á næsta fund ráðsins.

6.Umsókn um styrk til fráveituframkvæmda.

Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer

Eftirfarandi kynnt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Skilyrði er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Í fjárlögum ársins í ár er gert ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda, en áður hafði verið ákveðið að 200 m.kr. yrði varið til þessa vegna framkvæmda síðasta árs.

Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir."
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda inn greinargerð og áætlun Fráveitu Dalvíkurbyggðar um heildarlausnir í fráveitumálum og umsókn um styrk vegna framkvæmda Fráveitu Dalvíkurbyggða á árinu 2020 og einnig vegna fyrirhugaðra framkvæmda á þessu ári.

7.Framkvæmdir árið 2020

Málsnúmer 202002001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á árinu 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs