Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer
Eftirfarandi kynnt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Skilyrði er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Í fjárlögum ársins í ár er gert ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda, en áður hafði verið ákveðið að 200 m.kr. yrði varið til þessa vegna framkvæmda síðasta árs.
Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir."