Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer
Þann 10. janúar 2022 var sátu sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs símafund með forsvarsmönnum Mannvits. Mannvit gerði grein fyrir því að búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Ufsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir ákveðinni upphæð í þennan verklið. Nú þegar verkliðurinn er rúmlega hálfnaður er ljóst að kostnaðurinn hefur verið vanáætlaður. Óskað er eftir viðbótarfjármagni til að klára þennan verklið.