Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.
Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Forseti losaði um fundarsköp þannig að fundarmenn gætu kynnt sér uppfærð gögn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta að vísa þessum lið til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.22 þar sem endanleg gögn og útfærsla bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu endanleg og uppfærð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.