Byggðaráð

1031. fundur 06. júlí 2022 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní 2022; Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Forseti losaði um fundarsköp þannig að fundarmenn gætu kynnt sér uppfærð gögn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta að vísa þessum lið til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.22 þar sem endanleg gögn og útfærsla bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu endanleg og uppfærð gögn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl.; Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tóku: Forseti sem fór yfir samantekt athugasemda. Helgi Einarsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.2022 þar sem endanleg gögn með endanlegri útfærslu bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar. Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn með endanlegri útfærslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl.; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar - ákvörðun um endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 202205193Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019. Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag. Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins. Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira. Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vísa þessum lið til byggðaráðs þar sem fyrir liggur samningur við Teiknistofu arkitekta frá maí 2020 vegna vinnu við aðalskipulagið. Helgi Einarsson. Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi verksamningur um gerð aðalskipulags við Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. frá maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu umhverfisráðs um að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi sem og að óskað verði eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. um endurskoðun á aðalskipulaginu verði sagt upp.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111033Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní 2022; Framtíð Gamla skóla - styrkir, kynning og íbúafundur

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla vinnuhópsins frá fundi 22. júní sl. þar sem farið er yfir hvern þátt í erindisbréfi vinnuhópsins og gert grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Vinnuhópurinn metur að upplýsingar í skýrslunni eigi erindi við íbúa með kynningu á stöðu verkefnisins þar sem það hefur verið í íbúasamráði frá byrjun. Vinnuhópurinn vísar ákvarðanatöku um áframhald verkefnisins til byggðaráðs og sveitarstjórnar. Með vísan í fundargerð 7. fundar vinnuhópsins, lokaskýrsla, kostnaðaráætlun AVH og úttekt Eflu sem liggja fyrir þá er ljóst að kostnaðurinn er mun meiri en þegar lagt var af stað í þessa vegferð um framtíð Gamla skóla. Einnig er ljóst að ástand húsnæðisins hentar ekki undir starfsemi byggðasafns. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð tekur undir með vinnuhópnum að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa um stöðu verkefnisins og næstu skref." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Helgi Einarsson. Freyr Antonsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að verkefninu í núverandi mynd verði ekki haldið áfram. Jafnframt verði haldinn íbúafundur og kynnt staða verkefnisins og hússins. Sveitarstjórn felur byggðaráði að ganga til viðræðna við SSNE um styrkveitingar og ríkið um framtíð hússins. Sveitarstjórn felur byggðaráði að undirbúa íbúafund ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs. "

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 14:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn í haust, nánari dagsetning verður ákvörðuð síðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa SSNE og ríkið um stöðu mála.

6.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl.; Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202206122Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Þrátt fyrir brágðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framgreind skilyrði. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026."
Lagt fram til kynningar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; framhald - þverkeyrsla - þjóðhagsspá

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote).

Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar:
Staðfestur tímarammi 2023.
Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Umræðupunktar til fagráða frá 2022.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára.
Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum.
Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá SSNE vegna erindis frá Innviðaráðuneytinu til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum - nýtt

Málsnúmer 202206090Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 30. júní 2022, þar sem fram koma athugasemdir við þennan stutta frest sem gefinn er til þess að svara erindinu.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir þær athugasemdir og mótmæli sem hafa komið fram vegna óskar innviðaráðuneytis um að nýkjörnar sveitarstjórnir veiti upplýsingar í grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins fyrir 11. júlí nk. Víða hafa ekki verið ráðnir nýir framkvæmdastjórar og eins eru margir nýir fulltrúar í sveitarstjórnum. Það ber ekki vott um góða stjórnsýsluhætti að innviðaráðuneytið setji sveitarstjórnum jafn þröngan tímaramma þegar svo háttar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamiklar og mikilvægar stefnur ríkisins og hér eru undir. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til ráðuneytisins að fresturinn verður framlengdur að minnsta kosti til 30. september þannig að tryggt verði að öllum sveitarstjórnum sé gefinn eðlilegur tímafrestur til svara.

9.Frá SSNE; Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

Málsnúmer 202202068Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 13. febrúar sl., þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í starfshóp vegna vinnu við gerð samgöngustefnu SSNE sem hófst á síðasta ári en það er eitt áhersluverkefna SSNE. Hlutverk fulltrúa sveitarfélaga verður að sitja nokkra fundi með þeim sem halda utan um verkefnið, þar sem áskoranir og tækifæri varðandi innviði verða ræddar, upplýsinga aflað frá fulltrúunum og sjónarmið dregin fram. Óskað er eftir að bæði karl og kona verði tilnefnd að teknu lagaákvæðis 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að tilnefna Jón Inga Sveinsson og Katrínu Sigurjónsdóttur í starfshópinn, en tilnefna þarf bæði karl og konu. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. júní sl. þar sem fram kemur að í ljósi kosninga til sveitarstjórnar þá telur SSNE að það þurfi að endurnýja skipun í starfshópinn eða staðfesta fyrri skipun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Frey Antonsson og Helgu Írisi Ingólfsdóttur.

10.Frá Þjóðskrá Íslands; Flutningur fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS

Málsnúmer 202206124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá, rafpóstur dagsettur þann 27. júní 2022, þar sem upplýst er um að lög um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS hafa verið samþykkt á Alþingi og tóku þau gildi 1. júlí sl. Meðfylgjandi er tilkynnig frá Þjóðskrá og HMS þess efnis.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl; Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt eftir fundinn þann 20. júní sl. sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók saman. Fram kemur að fulltrúar Dalvíkurbyggðar lögðu áherslu á þátttöku ungs fólks í þessu vinabæjarsamstarfi og að gert er ráð fyrir þátttöku þeirra á slíkum mótum. Jafnframt að ákveðið hafi verið að næsta vinabæjarmót verið haldið hjá Dalvíkurbyggð í lok júní 2023. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ákvörðunartöku um vinabæjamót í Dalvíkurbyggð 2023 til sveitarstjórnar. Til máls tók forseti sem leggur til Dalvíkurbyggð muni halda vinabæjamót á næsta ári og byggðaráði verði falið undirbúningur. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustu- og upplýsingafulltrúi skipi undirbúningshópinn fyrir vinabæjamótið í Dalvíkurbyggð 2023.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir 2022 stjórnar nr. 910 og nr. 911

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 910 og nr. 911.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Greiðri leið; Ársreikningur 2021

Málsnúmer 202206133Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Greiðrar leiðar ehf. fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá 115. fundi veitu- og hafnaráðs; Umsókn um heimlögn fráveita, hitaveita og kaldavatn

Málsnúmer 202206112Vakta málsnúmer

Á 115. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Sótt er um heimlögn fyrir aðveitur og fráveitu fyrir sumarhús í landi Skáldarlækjar ytri. Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

15.Frá 115. fundi veitu- og hafnaráðs; Boðun hafnasambandsþings og gisting

Málsnúmer 202206116Vakta málsnúmer

Á 115. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Boðun á Hafnasambandsþing Íslands. Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins samþykkir veitu- og hafnaráð að fulltrúar Hafnasjóðs verði Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Haukur Arnar Gunnarsson, formaður veitu- og hafnaráðs og varamennirnir Benedikt Snær Magnússon og Gunnlaugur Svansson."
Enginn tók til máls.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

16.Frá 115. fundi veitu- og hafnaráðs; Fundargerðir 2022; Stjórn hafnasambands íslands.

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Á 115. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 444. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. júní sl. voru samþykktar reglur um styrki vegna fordæmisgefandi úrskurða og dómsmála er varða hafnarrekstur. Til kynningar. Veitu- og hafnaráð lýsir yfir áhyggjum af áformum um breytingar á hafnalögum: Ytri hafnarmörk - 2112002HA sem koma fram í bókunum Hafnasambandsins en þar voru lagðar fram niðurstöður könnunar Hafnasambands Íslands á áhrifum hugsanlegra breytinga á ytri mörkum hafnasvæða. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókun og áhyggjur veitu- og hafnaráðs samkvæmt ofangreindu.

17.Fræðsluráð - 271, frá 29.06.2022.

Málsnúmer 2206006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 115, frá 01.07.2022

Málsnúmer 2205011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.
Liður 12 er sér liður á dagskrá.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 5. lið til UT_teymis sveitarfélagsins.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs