Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
Á fundinum var farið yfir minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 1. febrúar 2023, þar sem farið er yfir aðdraganda að þeirri ákvörðun að Dalvíkurbyggð haldi vinabæjamót í ár. Sveitarstjóri leggur til að Dalvíkurbyggð sendi út tilkynningu þess efnis að mótið verði ekki haldið í Dalvíkurbyggð í sumar, meðal annars þar sem annir í öðrum verkefnum hafa ekki gefið svigrúm til að undirbúa mótið. Einnig er því velt upp í minnisblaði sveitarstjóra að umræða sé tekin um hvað Dalvíkurbyggð vill fá út úr vinabæjasamstarfi og jafnvel tilvalið tækifæri nú að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.Niðurstaða:Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu, eiga fund með fulltrúum vinabæjanna og upplýsa um ofangreint áður en ákvörðun verður tekin."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samskipti og upplýsingar um fund með fulltrúum vinabæjanna sem sveitarstjóri sat ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Lagt er til að slá af mótið/stóra fundinn á Dalvík í sumar en rætt um að halda "between" fund á Dalvík í lok ágúst /byrjun september 2024. Á slíkan fund mæta ca. 3 einstaklingar frá hverju sveitarfélagi. Fundurinn á Dalvík yrði þá stefnumótunar- og undirbúningsfundur fyrir stóra fundinn, ca. 60 manns, sem Hamar á að halda næst. Ákveðið var að boða fulltrúa frá Hamar til fundar 13. apríl nk. á TEAMS.