Ungmennaráð

34. fundur 24. maí 2022 kl. 16:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Magnús Rosazza aðalmaður
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir aðalmaður
  • Markús Máni Pétursson aðalmaður
  • Óskar Karel Snæþórsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.17. júní 2022

Málsnúmer 202205168Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æksulýðsfulltrúi kynnti drög að dagskrá fyrir 17. júní. Stefnt er á svipaða dagskrá og var fyrir covid. Ungmennaráð mun aðstoða við skipulagningu og sjá um grill við sundlaugarskemmtunina.

2.Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lundi um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna.
Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf.
Ungmennaráð þarf að tilnefna fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9-12 (7-10 á íslenskum tíma)
Ungmennaráð samþykkir að tilnefna Írisi Björk sem fulltrúa ungmennaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Magnús Rosazza aðalmaður
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir aðalmaður
  • Markús Máni Pétursson aðalmaður
  • Óskar Karel Snæþórsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar