Byggðaráð

1057. fundur 02. febrúar 2023 kl. 13:15 - 14:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, endurskoðun vegna opnunartíma veitingastaða.

Málsnúmer 202301133Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:15.

Þar sem varaformaður byggðaráðs vék af fundi vegna vanhæfis var kosið um fundarstjóra. Niðurstaða var að Felix Rafn Felixson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. janúar 2023, kemur fram að taka þarf aðstöðu til þess hvort að breyta eigi opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III. Jafnframt þurfi að taka afstöðu til hvort fella eigu út eftirfarandi ákvæði í Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar: "Sveitarstjóri getur heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Hið sama gildir um einkasamkvæmi á umræddum stöðum."

Fram kemur að í mars 2020 var Lögreglusamþykktin tekin til endurskoðunar og lagðar til breytingar á opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III þannig að opnunartíminn verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta var lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna. Málið var ekki klárað alla leið og því tók ofangreind breytingartillaga ekki gildi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar með ofangreindum breytingatillögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

2.Skíðabraut 12, Gamli skóli, áform um sölu

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19..
Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju.

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

3.Vinabæjasamstarf; vinabæjamót 2023

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitaarstjórnar þann 28. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt eftir fundinn þann 20. júní sl. sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók saman. Fram kemur að fulltrúar Dalvíkurbyggðar lögðu áherslu á þátttöku ungs fólks í þessu vinabæjarsamstarfi og að gert er ráð fyrir þátttöku þeirra á slíkum mótum. Jafnframt að ákveðið hafi verið að næsta vinabæjarmót verið haldið hjá Dalvíkurbyggð í lok júní 2023. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ákvörðunartöku um vinabæjamót í Dalvíkurbyggð 2023 til sveitarstjórnar.Niðurstaða:Til máls tók forseti sem leggur til Dalvíkurbyggð muni halda vinabæjamót á næsta ári og byggðaráði verði falið undirbúningur. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6.júlí 2022 samþykkti byggðaráð að sveitarstjóri, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustu- og upplýsingafulltrúi skipi undirbúningshópinn fyrir vinabæjarmótið í Dalvíkurbyggð 2023.

Á fundinum var farið yfir minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 1. febrúar 2023, þar sem farið er yfir aðdraganda að þeirri ákvörðun að Dalvíkurbyggð haldi vinabæjamót í ár. Sveitarstjóri leggur til að Dalvíkurbyggð sendi út tilkynningu þess efnis að mótið verði ekki haldið í Dalvíkurbyggð í sumar, meðal annars þar sem annir í öðrum verkefnum hafa ekki gefið svigrúm til að undirbúa mótið. Einnig er því velt upp í minnisblaði sveitarstjóra að umræða sé tekin um hvað Dalvíkurbyggð vill fá út úr vinabæjasamstarfi og jafnvel tilvalið tækifæri nú að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu, eiga fund með fulltrúum vinabæjanna og upplýsa um ofangreint áður en ákvörðun verður tekin.

4.Frá Innviðaráðuneytinu; Siðareglur kjörinna fulltrúa staðfestar.

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. janúar 2023, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem sveitarstjórn hefur sett samkvæmt 18. og 29 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í siðareglunum kemur fram að kjörnir fulltrúar Dalvíkurbyggðar undirgangast þessar siðareglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum. Reglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar kynna siðareglurnar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar. Þær verða birtar á vef Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Siðareglurnar prentaðar út og byggðaráð undirritar reglurnar til staðfestingar ofangreindu.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202207019Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202301145Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá SSNE; Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202211179Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e. frá Húsavík og til Þórshafnar. Sú tímatafla sem nú er ekið eftir hefur verið óbreytt í mörg ár, en aðstæður hafa breyst og ástæða til að taka stöðuna. SSNE leitar því nú til sveitarfélaganna á starfssvæðinu og óskað er eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra: Þarf að breyta tímatöflum? Má fækka ferðum eða þarf að fjölga ? Eru aðrir möguleikar í boða s.s. samþætting aksturs vegna tómstunda eða skóla sem hægt væri að opna á fyrir almenning? Leitast er eftir því við sveitarfélögin að þau sendi SSNE umbeðnar upplýsingar fyrir 18. janúar 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar í umhverfis- og dreifbýlisráði og ungmennaráði."

Á 37. fundi ungmennaráðs þann 16. desember sl. var ofangreint til umfjöllunar. Ungmennaráð telur tímaplanið henta ágætlega eins og það er. Gera megi betur ráð fyrir stoppi hjá MA. Kostnaður er frekar hár og mætti vera meiri afsláttur fyrir nemendur.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. janúar sl., þar sem fram kemur að ofangreindu erindi frá SSNE er fylgt eftir og það ítrekað að svör óskast fyrir 18. janúar sl.

Lagt fram til kynningar.

8.Fréttabréf SSNE 2023

Málsnúmer 202301147Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttabréf SSNE í janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá SSNE; Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

Málsnúmer 202301149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftlagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk.

Með erindinu fylgir kynning á verkefninu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni.

10.Fundargerðir SSNE 2023; nr. 45.46.47

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fundargerðir stjórnar SSNE nr. 45, 46 og 47.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélagaM Landsþing Sambandsins XXXVIII 31.03.2023

Málsnúmer 202301148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 26. janúar sl., þar sem fram kemur að landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formann og framkvæmdastjórnar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórnar sveitarfélaga eru hér með boðaðir á 38. landsþing Sambandsins þann 31. mars nk. Landsþingið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík.

Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþingið eru Helgi Einarsson og Felix Rafn Felixson. Til vara eru Freyr Antonsson og Lilja Guðnadóttir.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambandsins 2023; nr. 917

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 917 frá 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023, nr. 70

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, nr. 70 frá 18. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:28.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs