Málsnúmer 202211179Vakta málsnúmer
Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e. frá Húsavík og til Þórshafnar. Sú tímatafla sem nú er ekið eftir hefur verið óbreytt í mörg ár, en aðstæður hafa breyst og ástæða til að taka stöðuna. SSNE leitar því nú til sveitarfélaganna á starfssvæðinu og óskað er eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra: Þarf að breyta tímatöflum? Má fækka ferðum eða þarf að fjölga ? Eru aðrir möguleikar í boða s.s. samþætting aksturs vegna tómstunda eða skóla sem hægt væri að opna á fyrir almenning? Leitast er eftir því við sveitarfélögin að þau sendi SSNE umbeðnar upplýsingar fyrir 18. janúar 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar í umhverfis- og dreifbýlisráði og ungmennaráði."
Á 37. fundi ungmennaráðs þann 16. desember sl. var ofangreint til umfjöllunar. Ungmennaráð telur tímaplanið henta ágætlega eins og það er. Gera megi betur ráð fyrir stoppi hjá MA. Kostnaður er frekar hár og mætti vera meiri afsláttur fyrir nemendur.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. janúar sl., þar sem fram kemur að ofangreindu erindi frá SSNE er fylgt eftir og það ítrekað að svör óskast fyrir 18. janúar sl.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.