Tekið fyrir erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni fyrir hönd "hústökumanna" (Jón Halldórsson, Sveinn Ríkharðsson, Birnir Jónsson, Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Viðar Kristmundsson, Kristján Ólafsson og Júlíus Viðarsson) , dagsett þann 6. nóvember sl, þar sem fram kemur að hópurinn óskar eftir samstarfi við vinnuhóp sveitarfélagsins vegna byggðasafnsins og húsnæðismála og óskar eftir samstarfi við hann. Bréfritarar bjóða fram krafa sína og þekkingu til að koma byggingunni í það ástand að hún geti þjónað nýju hlutverki á vegum sveitarfélagsins. Fram kemur jafnframt að hópurinn skilgreinir sig sem nokkurs konar hollvini Gamla skóla eða sjálfboðaliða um endurbætur á húsinu með það að markmiði að húsið verði gert í stand til að hýsa byggðasafn og Friðlandsstofu og fuglasýningu eins og stefnt var að fyrir nokkrum árum.