Tekin fyrir drög að afsali, dagsett þann 8. mars 2021, vegna Gamla skóla á milli Ríkiskaupa og Dalvíkurbyggðar. Þar er gert ráð fyrir afsali Ríkiskaupa á 72% eignarhluta sínum til Dalvíkurbyggðar án endurgjalds með kvöðum m.a. um:
að í húsinu verði rekin almannaþjónusta næstu 10 ár. Með almannaþjónustu er nánar til tekið átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu.
Að Dalvíkurbyggð ráðist í endurbætur á eigninni innan árs frá útgáfu afsals sem verði lokið innan þriggja ára.
Ef Dalvíkurbyggð ákveður að hætta með starfsemi í eigninni innan 10 ára eignast ríkið 15% í söluverði eignarinnar.