Byggðaráð

1131. fundur 14. nóvember 2024 kl. 13:15 - 18:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; fundir og samskipti 2024

Málsnúmer 202409022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði; Helga Mattína Björnsdóttir, Valdimar Bragason og Kolbrún Pálsdóttir frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi HSN í Öldungaráði, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs þá fylgdi fundargerð frá síðasta fundi, 6. fundi þann 16. mars 2023.

Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.

b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar.


Í hverju sveitarfélagi skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraðra og framkvæmd og þróun öldrunarmála.

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum þá skal Öldungaráð hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sinu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.

Helga Mattína, Valdimar, Kolbrún og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:17.
Byggðaráð þakkar fulltrúum í Öldungaráði fyrir komuna og góðan fund.

Lagt fram til kynningar.

2.Barnaverndarþjónusta - drög að nýjum samningi

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar, dagsettur þann 25.10.2024, þar sem vísað er til funda sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um sameiginlega barnaverndarþjónustu þar sem fram hefur komið að það sé vilji Akureyrarbæjar og sveitarfélagana í Þingeyjarsýslu að öll þjónustan verði rekin frá Akureyri sem þýðir það að allir starfsmenn sem vinna við málalflokkinn verði starfsmenn Akureyrarbæjar. Það er niðurstaða Akureyrarbæjar að það sé ekki hægt að verða við ósk Dalvíkurbyggðar að semja áfram um að Dalvíkurbyggð að leggji áfram til starfsmenn
frá félagsmálasviði Dalvíkurbyggðar, annað hvort verði Dalvíkurbyggð með í heildarsamningi eða ekki.
Dalvíkurbyggð þurfi því að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið er tilbúið að stíga skrefið til fulls með Akureyrarbæ eða ekki.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að fara í samningasviðræður við Akureyrarbæ um ofangreint.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra umboð til að fara í samningaviðræðum við Akureyrarbæ um barnaverndarþjónustuna."

Á 283. fundi félagsmálaráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs lagði fram til kynningar og umræðu drög að nýjum samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög frá Akureyrarbæ að nýjum samningi um sameiginlega Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl. 14:46.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindum samningsdrögum og bendir á að í gildi er samningur á milli Dalvikurbyggðar og Akureyrarbæjar um barnavernd. Byggðaráð vill að unnið verði áfram eftir þeim samstarfssamningi og er það mat byggðaráðs að samstarfið hafi gengið vel.

3.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; erindi frá forstöðumanni safna og menningarhúss

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og menningarhúss, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:47.

Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
b.2.) Björk og Gísli kynntu tillögur stjórnenda og menningarráðs að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 vegna
b.2.1.) safna og Menningarhússins Bergs, og
b.2.2) menningarmála - málaflokks 05 heilt yfir.

Eftirfarandi gögn fylgdu fundarboði:
Starfsáætlun safna og Menningarhúss 2025.
Minnisblað til byggðaráðs með fjárhagsáætlun vegna fjárhagsramma og greinargerð á breytingum stöðugilda.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Yfirlit yfir niðurstöður vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma 2025 (GPJ)
Launasamanburður 2025 vs. 2024 skv. þarfagreiningu stjórnenda (GPJ)
Samantekt á umfjöllun menningarráðs um fjárhagsáætlun (GPJ)

Björk vék af fundi kl. 16:00.
Gísli vék af fundi kl. 16:20.

a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað forstöðumanns safna og menningarhúss, dagsett þann 8. nóvember 2024, þar sem vísað er til þess að í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 þá sé ekki gert ráð fyrir beiðni forstöðumanns um áframhaldandi 25% stöðuhlutfall í átaksverkefni á byggðasafni annars vegar og 25% stöðuhlutfalli í skönnun ljósmynda hins vegar, þar sem beiðninni var hafnað í byggðaráði og við fyrri umræðu í sveitarstjórn. Forstöðurmaður óskar eftir rökstuðningi byggðaráðs á hvaða grundvelli ákvörðunin er tekin og jafnframt að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar.

Björk vék af fundi kl. 14:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í launa- og fjárhagsáætlun 2025 stöðugildi sem nemur 50% við deild 05310 vegna átaksverkefnis vegna ljósmyndaskönnunar í 12 mánuði. Eftir árið 2025 verði þessu átaksverkefni lokið.

4.Frá Fræðsluráði; Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer


Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.

Gísli vék af fundi kl. 15:21
a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240.

5.Frá íþróttafulltrúa; Samningar við íþróttafélög 2025-2028

Málsnúmer 202411060Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 15:21.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 15:21.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að styrktarsamningum við íþrótta- og æskulýðsfélög í Dalvíkurbyggð.

Íþróttafulltrúi kynnti forsendur að baki samningunum.


Til umræðu ofangreint.

Jón Stefán vék af fundi kl.15:52.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406; tilboð

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 15:53.

Á 1114. fundi byggðaráðs þann 4. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

Á 1115. fundi þann 18. júlí sl. var svo m.a. eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori."

Samkvæmt ofangreindu þá var framkvæmdin boðin út að nýju og samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Tilboð voru opnuð 1. nóvember 2024 kl. 11:00.
Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.
Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun.
Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

7.Frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur Sundskáli Svarfdæla

Málsnúmer 202411021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, dagsett þann 1. nóvember sl, þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að rannsóknarverkefni sem lýtur að því að skrá og kanna sundlaugarmannvirki frá fyrri hluta 20. aldar á landinu öllu. Safnað hefur verið ítarlegum heimildum um öll slík mannvirki, saga þeirra skráð og þau sem enn eru uppi standandi eru skoðuð, þeim lýst og ástand þeirra metið. Húsafriðunarsjóður hefur veitt fjárstyrki til verkefnisins, sem unnið er af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 2026 og þá liggi fyrir heildaryfirsýn sem auðveldi þeim sem um menningarminjar fjalla að forgangsraða varðveisluverkefnum. Fram kemur að augljóst sé að Sundskáli Svarfdæla skipar mjög sérstakan sess í þessari sögu. Hann er elsta yfirbyggða sundlaug landsins og enginn vafi leikur á því að hann hlýtur að teljast hafa mjög mikið menningarsögulegt gildi. Það er hins vegar ljóst að hann þarfnast nokkurra endurbóta. Með þessu bréfi vilja bréfritarar hvetja sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar til að hefja undirbúning að því að gert verði við þá ágalla sem nú eru Sundskálanum því nú liggur hann undir skemmdum. Jafnframt bjóða bréfritarar fram aðstoð sína án endurgjalds til að semja styrkumsókn til Minjastofnunar en stofnunin hefur auglýst eftir styrkumsóknum til Húsafriðunarsjóðs en umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi.Mælt er með því að sótt verði um fjárstyrk til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þiggja boð bréfritara um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans.

8.Frá Kristjáni E. Hjartarsyni f.h. hústökumanna; Skíðabraut 12 - Gamli skóli

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni fyrir hönd "hústökumanna" (Jón Halldórsson, Sveinn Ríkharðsson, Birnir Jónsson, Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Viðar Kristmundsson, Kristján Ólafsson og Júlíus Viðarsson) , dagsett þann 6. nóvember sl, þar sem fram kemur að hópurinn óskar eftir samstarfi við vinnuhóp sveitarfélagsins vegna byggðasafnsins og húsnæðismála og óskar eftir samstarfi við hann. Bréfritarar bjóða fram krafa sína og þekkingu til að koma byggingunni í það ástand að hún geti þjónað nýju hlutverki á vegum sveitarfélagsins. Fram kemur jafnframt að hópurinn skilgreinir sig sem nokkurs konar hollvini Gamla skóla eða sjálfboðaliða um endurbætur á húsinu með það að markmiði að húsið verði gert í stand til að hýsa byggðasafn og Friðlandsstofu og fuglasýningu eins og stefnt var að fyrir nokkrum árum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum um byggðasafnið og húsnæðismál þess að fá hollvini Gamla skóla á sinn fund og fá upplýsingar um áform og hugmyndir þeirra.

9.Frá Orkusölunni ehf.; Raforkusölusamningur

Málsnúmer 202406084Vakta málsnúmer

Á 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila. Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa."

Framkvæmdastjórn / innkauparáð hefur fjallað um ofangreint á fundum sínum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum samningi sem og upplýsingar um samningskjör.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga frá Orkusölunni forsendur samningsins.

10.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - vegna viðburða í Bergi

Málsnúmer 202411051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 8. nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Valdísi Guðbrandsdóttur um tímabundið áfengisleyfi vegna viðburða í Bergi 5. desember nk. og 12. desember nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigiðseftirliti Norðurlands eystra.

11.Frá SSNE;Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til umfjöllunar í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202411053Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 og óskað er umfjöllunar í sveitarstjórn. Meðfylgjandi drög að Sóknaráætlun voru til umfjöllunar á 67. stjórnarfundi SSNE og var samþykkt að senda hana til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda og hins vegar til umfjöllunar í sveitarstjórnum innan SSNE. Óskað er eftir að athugasemdir eða ábendingar berist í síðasta lagi 6. desember nk.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; milli umræðna í byggðaráði - tillaga til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Gögn með fundarboði:
Vísað er til þeirra gagna sem fylgdu með fundarboði sveitarstjórnar við fyrri umræða. Einnig eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn eftir yfirferð sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í samræmi við tillögur frá meirihluta sveitarstjórnar á milli umræðna:
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Búnaðarkaup.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Að auki fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. nóvember sl., þar sem fram kemur að í viðhengi er uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði uppfærslur forsendum í fjárhagsáætlunarlíkani skv. minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar verðbólguspá. Annað verði óbreytt.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun frá sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á viðhaldsáætlun Eignasjóðs. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að engar breytingar verði gerðar á tillögum um búnaðarkaup. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlunarlíkani með breytingum byggðaráðs á milli umræðna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 eins og það liggur fyrir með þeirri breytingu sem samþykkt er hér í 3ja lið, þ.e. 50% tímabundið stöðugildi við deild 05310.
Byggðaráð vísar fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

13.Gjaldskrár 2025; tillögur fyrir sveitarstjórn.

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.
Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á."
Gögn með fundarboði byggðaráðs eru þau sömu og á síðasta fundi nema að komin er inn uppfærð tillaga fyrir málaflokk 06.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Ef lagðar eru til breytingar á ofangreindum gjaldskrám þá mun byggðaráð koma með skriflegar tillögur inn á næsta fund."

Með fundarboði fylgdi uppfærðar tillögur að gjaldskrám fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá vegna málaflokks 06 þar sem hún á eftir að fara í frekari úrvinnslu og umfjöllun í íþrótta- og æskulýðsráði.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fundargerð stjórnar nr. 954.

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 954 frá 4. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs