Trúnaðarmál

Málsnúmer 202405081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1110. fundur - 06.06.2024

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fræðsluráð - 299. fundur - 13.11.2024

Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð.

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024


Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.

Gísli vék af fundi kl. 15:21
a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 299. fundi fræðsluráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. nóvember sl, þar sem sviðsstjóri óskar eftir fjármagni að beiðni fræðsluráðs til gera könnun meðal foreldra í Árskógarskóla og íbúa á Árskógarströnd á framtíðarsýn í grunnskólamálum á svæðinu. Óskað er eftir ca. kr. 500.000.
Gísli vék af fundi kl. 15:21
Niðurstaða : a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að fræðsluráð geri ofangreinda könnun.
b) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma innan deildar 04010 og/ eða 04240."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Fræðsluráð - 300. fundur - 11.12.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 301. fundur - 15.01.2025

Gísli Bjarnason, lagði fram spurningalista fyrir könnun sem stendur til að leggja fyrir er varðar skólahald í Árskógarskóla.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram í spurningakönnun sem lögð verði fyrir íbúa á Árskógsströnd

Fræðsluráð - 302. fundur - 12.02.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði.

Byggðaráð - 1141. fundur - 27.02.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógarskóla - og Dalvíkurskóla, kl. 14:04.

Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Niðurstaða : Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóri fóru yfir ofangreinda kynningu og niðurstöður.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:44.
Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð.

Fræðsluráð - 303. fundur - 12.03.2025

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir samantekt á niðurstöðum um foreldrakönnun í Árskógarskóla.
Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að Árskógarskóli verði fyrir nemendur frá leikskólaaldri og upp í 6. bekk næsta haust samkvæmt tillögum stjórnenda eftir að hafa unnið úr foreldrakönnun sem gerð var í Árskógarskóla. Hugað verði að því að 5. og 6. bekkur fari í Dalvíkurskóla haustið 2026. Fræðsluráð leggur áherslu á aukna samkennslu fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar og óskar eftir tillögum þess efnis frá stjórnendum. Óskað er eftir að hugmyndir koma inn á fund í maí hjá Fræðsluráði.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir samantekt á niðurstöðum um foreldrakönnun í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að Árskógarskóli verði fyrir nemendur frá leikskólaaldri og upp í 6. bekk næsta haust samkvæmt tillögum stjórnenda eftir að hafa unnið úr foreldrakönnun sem gerð var í Árskógarskóla.
Hugað verði að því að 5. og 6. bekkur fari í Dalvíkurskóla haustið 2026. Fræðsluráð leggur áherslu á aukna samkennslu fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar og óskar eftir tillögum þess efnis frá stjórnendum. Óskað er eftir að hugmyndir koma inn á fund í maí hjá Fræðsluráði."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs.