Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógarskóla - og Dalvíkurskóla, kl. 14:04.
Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Niðurstaða : Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði."
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóri fóru yfir ofangreinda kynningu og niðurstöður.
Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:44.