Fræðsluráð

301. fundur 15. janúar 2025 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðstjóri - fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri á Krílakoti,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, Una Dan Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna í leikskóla á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla.

1.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri, fer yfir fjöldatölur barna er snýr að gjaldfrjálsum leikskóla.
Fræðsluráð þakkar Ágústu fyrir greinagóðar upplýsingar. Fræðsluráð óskar eftir að vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla leggi fyrir samantekt á gögnum um gjaldfrjálsan leikskóla og leggja fram tillögu að framhaldi.
Inn á fund kl. 08:35 komu Gunnar Gíslason, Friðrik og Matthildur fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla.

2.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA og Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógar og Dalvíkurskóla fara yfir stöðuna á innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Gunnari og Friðrik fyrir góðar kynningar á niðurstöðum á könnunum sem voru teknar vorið 2024. Unnið er að umbótum samkvæmt niðurstöðum.

3.Skóladagatal skólanna 2025 - 2026

Málsnúmer 202501044Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir reglur er varðar skóladagatöl skólanna fyrir 2025 - 2026.
Fræðsluráð óskar eftir að skólarnir skili inn tillögum að skóladagatali fyrir skólaárið 2025-2026 á fund hjá ráðinu í mars.

4.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna fara yfir stöðuna á starfsmannamálum skólanna.
Lagt fram til kynningar.
Leikskólafólk af Krílakoti fór af fundi kl. 10:10.

5.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, lagði fram spurningalista fyrir könnun sem stendur til að leggja fyrir er varðar skólahald í Árskógarskóla.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram í spurningakönnun sem lögð verði fyrir íbúa á Árskógsströnd

6.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024

Málsnúmer 202412079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. janúar.
Lagt fram til kynningar

7.Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir hvernig þriggja kennara kerfi gengur í Dalvíkurskóla.
Friðrik talaði um að þetta hafi gengið vel og er í þróun. Fræðsluráð þakkar Friðrik fyrir.

8.Frigg skráningakerfi

Málsnúmer 202501024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Miðstöð Menntunar og skólaþjónustu dags. 6. janúar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðstjóri - fræðslu - og menningarsviðs