Byggðaráð

1141. fundur 27. febrúar 2025 kl. 13:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Einingu-Iðju; Beiðni um fund til að ræða stöðuna á ræstingar markaði.

Málsnúmer 202502089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Einingu-Iðju, Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju, og Tryggvi Jóhannsson, varaformaður Einingar-Iðju, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs var erindi frá Einingu-Iðju, dagsett þann 17. febrúar sl., þar sem óskað eftir fundi með Dalvíkurbyggð til að ræða stöðuna á ræstingar markaði. Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum þá óska forsvarsmenn félagsins eftir fundi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við fyrsta tækifæri.

Anna og Tryggvi viku af fundi kl. 14:03.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 302. fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl.; Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógarskóla - og Dalvíkurskóla, kl. 14:04.

Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Niðurstaða : Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóri fóru yfir ofangreinda kynningu og niðurstöður.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:44.
Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð.

3.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - desember

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds janúar - desember 2024 í samanburði við heimildir á áætlun - rekstur.
Þverkeyrsla á fjárhagslykla janúar - desember 2024 sem sýnir hvaðan tekjur koma og hvert þær fara helst í rekstrinum.
Samanburður á launakostnaði janúar - desember 2024 og stöðugildum 2024 í samanburði við heimildir.

Samantekt á fjárfestingum 2024 vs. heimildir verður tekin fyrir síðar.
Lagt fram til kynningar.

4.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Samanburður bókhalds fyrir janúar 2025 við heimildir fyrir janúar 2025 og allt árið 2025.
Samanburður á launakostnaði janúar 2025 við heimild í áætlun fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Innviðaráðuneytinu; Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

Málsnúmer 202502082Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fréttatilkynning frá Innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila inn umsögn hefur verið framlengdur og er til og með 5. mars nk.
https://island.is/samradsgatt/mal/3917
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Innviðaráðuneytinu; Opið samráð um drög að frumvarpi til laga - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög

Málsnúmer 202502103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 19. febrúar 2025, þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 4. mars nk.
https://island.is/samradsgatt/mal/3923
Byggðaráð tekur undir mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög og að það sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða.

7.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Frétt - Hefja áætlun eignamarka jarða á Norðurlandi

Málsnúmer 202502104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsett þann 20. febrúar 2025, þar sem fram kemur að fyrr í þessum mánuði stóð HMS fyrir opnum fundi undir yfirskriftinni: "Hver á Ísland? Eignarhald og afmörkun jarða." Á fundinum var ýtt úr vör verkefni sem felur í sér að áætla legu eignamarka og ná utan um eignarhald jarða á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um eignarhald lands á Íslandi en skráning fasteigna eins og henni hefur verið háttað fram til þessa í fasteignaskrá hefur ekki getað gefið skýr svör um stærðir eigna og afmörkun þeirra.
HMS vinnur að uppbyggingu landeignaskrár svo til verði heildstætt upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi.

Búið að áætla um 1.730 jarðir í landeignaskránni, allt frá Hrútafjarðará að Skjálfandafljóti. Þá hafa um 4.000 einstaklingar og lögaðilar hafa fengið bréf í gegnumisland.is um að eignamörk jarða hafi verið áætluð í landeignaskrá HMS. Við áætlun eignamarka er stuðst við opinber gögn, til dæmis landamerkjalýsingar, þinglýst skjöl, örnefni og loftmyndir.
Landeigendur eru hvattir til þess að kynna sér bréfið á island.is og hafa frest til 14. mars að gera athugasemdir.

https://landeignaskra.hms.is/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar til skipulagsfulltrúa og skipulagsráðs til skoðunar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá Innviðaráðuneytinu; Kvörtun vegna stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202411092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir álit frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. febrúar sl, þar sem vísað er í kæru MAGNA lögmanna f.h. Viking Heliskiing ehf. dagsett þann 6. nóvember sl. þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. júní sl. að veita Bergmönnum ehf. afnotarétt af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðaferða.

Samandregið þá kemur fram í álitinu að ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að hafa ofangreind sjónarmið sem fram kom í álitinu til hliðsjónar við úthlutun takmarkaðra gæða við framtíðarráðstafanir þess. Ber sveitarfélaginu að gæta að grundvallarreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði, réttmæti og meðalhóf þegar kemur að töku ákvarðana og við málsmeðferð mála, er snúa að úthlutun gæða sveitarfélaga eða mála sem snúa að veitingu sérstakra ívilnana án auglýsingar. Það felur m.a. í sér að ákvarðanataka í slíkum málum skal byggja á málefnalegum sjónarmiðum og að ekki
verði gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að við úthlutun gæðanna. Að öðru leyti telst málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.

Álitið er aðgengilegt í heild sinni á vef ráðuneytisins;

https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=59bfa646-f362-11ef-b88e-005056bcde1f&cname=Álit á sviði sveitarstjórnarmála
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202412022Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Starfs- og kjaranefnd 2025 - fundargerðir, erindi og samskipti

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 20. febrúar. sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing 2025

Málsnúmer 202502078Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 12. febrúar sl, þar sem minnt er á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 20. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica.Landsþingsfulltrúar sveitarfélaga sem og áheyrnafulltrúar eiga nú að hafa fengið formlegt boð ásamt drögum að dagskrá þingsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs