Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Frétt - Hefja áætlun eignamarka jarða á Norðurlandi

Málsnúmer 202502104

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1141. fundur - 27.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsett þann 20. febrúar 2025, þar sem fram kemur að fyrr í þessum mánuði stóð HMS fyrir opnum fundi undir yfirskriftinni: "Hver á Ísland? Eignarhald og afmörkun jarða." Á fundinum var ýtt úr vör verkefni sem felur í sér að áætla legu eignamarka og ná utan um eignarhald jarða á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um eignarhald lands á Íslandi en skráning fasteigna eins og henni hefur verið háttað fram til þessa í fasteignaskrá hefur ekki getað gefið skýr svör um stærðir eigna og afmörkun þeirra.
HMS vinnur að uppbyggingu landeignaskrár svo til verði heildstætt upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi.

Búið að áætla um 1.730 jarðir í landeignaskránni, allt frá Hrútafjarðará að Skjálfandafljóti. Þá hafa um 4.000 einstaklingar og lögaðilar hafa fengið bréf í gegnumisland.is um að eignamörk jarða hafi verið áætluð í landeignaskrá HMS. Við áætlun eignamarka er stuðst við opinber gögn, til dæmis landamerkjalýsingar, þinglýst skjöl, örnefni og loftmyndir.
Landeigendur eru hvattir til þess að kynna sér bréfið á island.is og hafa frest til 14. mars að gera athugasemdir.

https://landeignaskra.hms.is/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar til skipulagsfulltrúa og skipulagsráðs til skoðunar.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dagsett 20.febrúar 2025 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða vinnu við afmörkun á eignamörkum jarða.
Lagt fram til kynningar.