Fræðsluráð

299. fundur 13. nóvember 2024 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson boðaði forföll og engin kom í hans stað.

Aðrir sem sitja fund:Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri á Krílakoti,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, Una Dan Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna í leikskóla á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Dominique Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti.

1.Krílakot Lóð - E2203

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Tekin fyrir síðasta fundagerð hjá vinnuhópi um skólalóð á leikskólanum Krílakoti.
Fræðsluráð leggur til að þar sem að lóð er nánast tilbúin að vinnuhópur verði lagður niður.

2.Skólaþjónusta

Málsnúmer 202002020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir Minnisblað frá sviðstjóra fræðslu - og menningarsviðs og stjórnendum skólanna.
Fræðslráð felur sviðsstjóra að koma með drög að samningum við HA og Ásgarð á næsta fund hjá ráðinu.

3.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2024

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Stjórnendur fóru yfir fjárhagslegt stöðumat hjá sínum stofnunum.
Lagt fram til kynningar
Leikskólafólk fór af fundi kl. 08:50.
Gunnhildur Birnisdóttir, verkefnastjóri sérkennslu í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 08:50

4.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir niðurstöður úr skólapúlsinum sem lagt er fyrir nemendur í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á Skólapúlsinum.

5.Skimanir í grunnskóla

Málsnúmer 202411047Vakta málsnúmer

Gunnhildur Birnisdóttir, verkefnastjóri í sér - og stuðningskennslu, fer yfir skimanir í grunnskólum og hvernig er unnið úr þeim.
Fræðsluráð þakkar Gunnhildi Birnisdóttir, verkefnastjóra í sérkennslu, fyrir góða kynningu á úrvinnslu skimana í grunnskólum í Dalvíkurbyggð.
Gunnhildur fór af fundi kl. 09:30

6.Samskipta - og eineltisteymi

Málsnúmer 202411048Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir hvernig unnið er í eineltismálum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar Friðriki Arnarsyni fyrir góða kynningu á samskipta - og eineltisteymi Dalvíkurskóla.

7.Niðurstöður lesferils nemenda í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202411049Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir niðurstöður á lesferli nemenda sem lagt var fyrir í september.
Fræðsluráð þakkar Friðriki Arnarsyni, skólastjóra fyrir góða kynningu á lesferli nemenda í Dalvíkurskóla.

8.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundagerð frá opnum fundi skólaráðs Árskógarskóla sem haldin var 30. október í Árskógarskóla.
Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð að gerð verði könnun hjá foreldrum og íbúum á Árskógarströnd um framtíðarsýn varðandi grunnskóla á Árskógsströnd. Sviðsstjóra falið að koma þessu sem fyrst inn í Byggðaráð.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs