Fræðsluráð

302. fundur 12. febrúar 2025 kl. 08:15 - 11:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson, boðaði forföll en engin kom í hans stað.

Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri á Krílakoti,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Una Dan Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna í leikskóla á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla.

1.Kynning á ÍSAT kennslu í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202502049Vakta málsnúmer

Erna Þórey Björnsdóttir, ÍSAT kennari og Valgerður María Jóhannsdóttir, ÍSAT kennari, fara yfir helstu áherslur í ÍSAT kennslu.
Fræðsluráð þakkar Ernu Þórey og Valgerði Maríu fyrir góða kynningu á Ísat - verkefni í Dalvíkurskóla.

2.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2025

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga dags. 29.01.2025
Lagt fram til kynningar.

3.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir niðurstöður á foreldrakönnun í Árskógarskóla er varðar framtíðarskipulag skólamála á Árskógarströnd.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra og skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla að fara með kynningu á niðurstöðum á könnun hjá foreldrum Árskógarskóla á framtíðarskipulagi skólamála á Árskógarströnd á fund hjá byggðaráði.
Leikskólafólk kom inná fund kl. 09:20

4.Samfelldur náms- og tómstundadagur barna

Málsnúmer 202411139Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi og Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fara yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta - og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi fræðsluráðs verður Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

5.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Stjórnendur skóla ásamt sviðsstjóra fara yfir helstu viðhaldsverkefni á húsnæði skólanna á fjárhagsári 2025.
Lagt fram til kynningar
Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla, fór af fundi kl. 10:00

6.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Benedikt Snær Magnússon, nefndarmaður, fer yfir greinagerð vinnuhóps um helstu niðurstöður, hvernig til hefur tekist með þessa tilraun ?
Fræðsluráð leggur til með fjórum greiddum atkvæðum að verkefnið um gjaldfrjálsa vistun í 30klst á viku hjá nemendum leikskóla Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram í þeirri mynd sem hefur verið í vetur, og það fest í sessi hjá Dalvíkurbyggð. Auk þess myndu halda áfram skráningardagar sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, auk þess að börnum að 18 mánaða aldri verði boðin vistun til 15:15 eins og verið hefur. Að lokum leggur fræðsluráð það til að vinnuhópur verði lagður niður, þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.
Fræðsluráð hrósar stjórnendum leikskólanna og foreldrum fyrir að hafa náð að innleiða nýtt kerfi sem er til bóta fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tiltekist hjá leikskólum Dalvíkurbyggðar að innleiða ný vinnubrögð vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs í Dalvíkurbyggð. Starfsmenn eru að upplifa minna álag yfir daginn, auðveldað hefur verið að starfsmenn taki undirbúningstíma sinn á vinnutíma, auk þess sem starfsfólk leikskólanna upplifi nemendur rólegri og glaðari í leikskólanum. Það er auk þess fagnaðarefni að með þessari leið hefur verið lækkuð gjöld heimila nemenda sem nýta sér gjaldfrjálsa vistun, en um 70% barna leikskóla Dalvíkurbyggðar nýta sér gjaldfrjálsa vistun 30klst eða skemur á viku. Kostnaðarauki Dalvíkurbyggðar er um 22 milljónir á ári.

Sérbókun frá Móniku Margréti Stefánsdóttur B-lista

Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.


7.Reglur varðandi virtan vistunartíma barna í leikskóla

Málsnúmer 202410027Vakta málsnúmer

Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fer yfir hugmynd að reglum er varðar virtan vistunartíma barna í leikskóla.
Fræðsluráð leggur til að haldið verði utan um umfang á því hvernig vistunartími er virtur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.

8.Styrkbeiðni vegna myndbands, slysavarnir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði, fundi nr 1138 sem vísað var til fræðsluráðs. Í bókun Byggðaráðs stendur: "Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27.janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með það að markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk."
Fræðslu samþykkir með fjórum atkvæðum að veita styrk að upphæð 25.000 kr. og sviðsstjóra falið að finna fjármagn innan fjárhagsáætlunar málaflokks fyrir fjárhagsárið 2025.

9.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í Heimsókn í Dalvíkurskóla
Fræðsluráð þakkar skólastjóra Árskógar - og Dalvíkurskóla fyrir móttökuna og góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs