Á 170. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta- og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs verði Elsa Hlín Einarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir yfirgaf fundinn kl.08.40.
Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi og Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fara yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta - og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi fræðsluráðs verður Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindisbréf fyrir vinnuhóp um samfelldan skóla og tómstundadag fyrir börn í Dalvíkurbyggð.
Fyrir fundinum liggur:
a) Skipan í vinnuhópsins.
b) Drög að erindisbréfi vinnuhópsins.