Íþrótta- og æskulýðsráð

171. fundur 04. mars 2025 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

1.Sumarnámskeið 2025

Málsnúmer 202501152Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins fyrir ráðinu og niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í tengslum við hugsanleg sumarnámskeið árið 2025.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar frístundafulltrúa kynninguna. Ráðið felur frístundafulltrúa að kostnaðargreina verkefnið og auglýsa eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall tengdum verkefninu.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

2.Samfelldur náms- og tómstundadagur barna

Málsnúmer 202411139Vakta málsnúmer

Frístundafulltrúi og íþróttafulltrúi kynna þá vinnu sem nú fer af stað í tengslum við verkefnið í ný stofnuðum vinnuhópi þar um.
Lagt fram til kynningar

3.Beiðni um hjólabrettaaðstöðu - park

Málsnúmer 202403120Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi kynnir stöðuna á verkefninu og mögulegar staðsetningar á brettaparkinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar því að vinna sé hafin við verkefnið og hugmyndir um staðsetningu séu komnar í ferli.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir yfirgaf fundinn kl.08:43

4.Samstarf við CDalvík

Málsnúmer 202411142Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn CDalvíkur koma og kynna hugmyndir sínar um samstarf við Íþróttamiðstöðina.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar forsvarsmönnum CDalvíkur fyrir kynninguna. Íþróttafulltrúa er falið að skoða möguleika á frekara samstarfi íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og CDalvíkur.

5.Endurskoðun rekstrarsamnings UMFS vegna ÍB-korta

Málsnúmer 202502114Vakta málsnúmer

Knattspyrnudeild UMFS hefur sent íþróttafulltrúa athugasemdir vegna ÍB-korta, kynningu þeirra og fyrirkomulagi. Íþróttafulltrúi kynnir ráðinu greinagerð vegna málsins og mögulegar aðgerðir til þess að koma til móts við sjónarmið Knattspyrnudeildar UMFS.
Íþrótta- og æskulýðsráð frestar erindinu. Íþróttafulltrúa er falið að afla frekari gagna um hvernig málum er háttað hjá öðrum íþróttafélögum og sveitarfélögum.

6.Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar

Málsnúmer 202412041Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi kynnir samningin og helstu atriði hans fyrir ráðinu. Dalvíkurbyggð og UMFS hafa þegar samþykkt samninginn og hefur hann tekið gildi.
Lagt fram til kynningar

7.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - sumar og vetraropnun

Málsnúmer 202412040Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi ræðir stöðu málsins. Farið yfir mögulegar sviðsmyndir og stöðuna þegar kemur að vöktum starfsfólks með tilliti til styttingu vinnuvikunar og opnunartíma.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþróttafulltrúa að koma með fullmótaðar tillögur um opnunartíma Íþróttamiðstöðvar á næsta fund ráðsins.

8.Styrktarumsókn vegna sundþjálfara

Málsnúmer 202412004Vakta málsnúmer

Styrktarumsókn frá Sundfélaginu Rán vegna árskorts fyrir þjálfara félagsins tekin fyrir.
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum. Ráðið bendir forsvarsmönnum Ránar á ÍB-kort.

9.Vorfundur íþróttafélaga 2025

Málsnúmer 202503018Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boða til vorfundar íþróttafélaga þriðjudaginn 6. maí kl.17.00 í Árskógi.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi