Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþróttafulltrúi fer yfir greinagerð sína um stöðu knattspyrnudeildar UMFS vegna ÍB-korta.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráðs leggur til að breytingar verði gerðar á gjaldskrá. Boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja mánaða, sex mánaða og tólf mánaða."
Í greinargerð íþróttafulltrúa, dagsett þann 19. mars sl., kemur m.a. fram að nú um áramót tóku í gildi svokölluð ÍB-kort í Íþróttamiðstöðina, sem í rauninni eru sérstök kort en byggð á 65% afslætti af árskorti. Slíkt sé auðvitað mikil búbót fyrir flest íþróttafélög í plássinu en þó er því öfugt farið með Knattspyrnudeild UMFS sem sér nú fram á aukin fjárútlát (þar sem deildin hefur undanfarin ár haft frían aðgang að aðstöðunni). Fram kemur í greinargerðinni að athugasemdir hafa borist frá forsvarsmönnum meistraraflokka kvenna og karla í knattspyrnu vegna þessara breytinga.