Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð íþróttafulltrúa vegna samnings um rekstur á knattspyrnuvelli. Fram kemur að stjórn knattspyrnudeildar (karla) UMFS hefur hafnað þeim samningsdrögum. Lagt var upp með 3% hækkun á rekstrarsamningi árlega frá og með árinu 2025 en almennar hækkanir á samningum eru 2% á milli ára. Var þetta gert til að mæta auknum viðhaldskostnaði við mannvirkið enn má þess vænta að viðhaldskostnaður aukist eftir því sem völlurinn eldist. Einnig fylgdu með samskipti á milli íþróttafulltrúa og félagsins um ofangreint.
Til umræðu ofangreint.
Kristinn Þór vék af fundi kl.13:48.