Frá Knattspyrnudeild UMFS; Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar

Málsnúmer 202412041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð íþróttafulltrúa vegna samnings um rekstur á knattspyrnuvelli. Fram kemur að stjórn knattspyrnudeildar (karla) UMFS hefur hafnað þeim samningsdrögum. Lagt var upp með 3% hækkun á rekstrarsamningi árlega frá og með árinu 2025 en almennar hækkanir á samningum eru 2% á milli ára. Var þetta gert til að mæta auknum viðhaldskostnaði við mannvirkið enn má þess vænta að viðhaldskostnaður aukist eftir því sem völlurinn eldist. Einnig fylgdu með samskipti á milli íþróttafulltrúa og félagsins um ofangreint.

Til umræðu ofangreint.

Kristinn Þór vék af fundi kl.13:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að vinna áfram að ofangreindum styrktarsamningi við UFMS og að gerður verði einnig sérstakur rekstrarsamningur um rekstur knattspyrnuvalla og almennan viðhaldskostnað þannig að skýrt liggi fyrir hvað er innan styrktarsamnings og hvað er útfært með öðrum hætti.