Íþrótta- og æskulýðsráð

168. fundur 07. janúar 2025 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2024

Málsnúmer 202412071Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar. Kosning ráðsins fór fram á fundinum. Íbúakosningu er lokið.

2.Erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar

Málsnúmer 202412090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að fá forsvarsmenn UMSE inn á næsta fund hjá ráðinu. Afgreiðslu frestað.

3.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - sumar og vetraropnun

Málsnúmer 202412040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa dags. 09.12.2024.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir ítarlegri upplýsingum um fjöldatölur og nánari útfærslu á fyrirhuguðum opnunartímum.

4.Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar

Málsnúmer 202412041Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga íþróttafulltrúa að rekstrarsamningi varðandi gerfigrasvöll.
Lagt fram til kynningar

5.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

b)lið vísað til íþrótta - og æskulýðsráð af sveitastjórn.

b) Tillaga frá ungmennaráði.
Á 44. fundi ungmennaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð leggur til að nemendum í framhaldsskóla og háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð 50% afslátt af kortum í líkamsrækt."
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að nemar í að minnsta kosti 75% námi í framhaldsskóla og Háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái 50% afslátt af kortum í líkamsrækt. Nemendur í grunnskóla í Dalvíkurbyggð frá 13 ára aldri fá sömu kjör. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi komi með uppfærða gjaldskrá inn á næsta fund hjá ráðinu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs