Byggðaráð

1135. fundur 12. desember 2024 kl. 13:15 - 15:58 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Knattspyrnudeild UMFS; Umsókn um styrk vegna dæluskipta

Málsnúmer 202412017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Þór Björnsson, frá Knattspyrnudeild UMFS, og Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 13:15.
Kristinn Þór tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 5. desember sl., íþróttafulltrúi gerir grein fyrir að þann 19. september sl. óskaði Knattspyrnudeild UMFS eftir að sveitarfélagið myndi taka að sér að skipta um vatnsdælu fyrir hitakerfi í gervigrasvelli UMFS, þar sem að deildin sem rekstraraðili vallarins gæti ekki staðið straum af því sjálf. Ljóst var á þeim tímapunkti að mannvirkið gæti orðið fyrir miklum skemmdum ef ekki yrði brugðist hratt við og var því samþykkt að skipta um dæluna á kostnað sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að mannvirkið gæti orðið fyrir þessum skemmdum sem bæði hefðu orðið dýrar og afdrífaríkar. Áðurnefndur kostnaður var svo raunar töluvert hærri en áætlað var vegna þess að smíða þurfti talíu með dælunni og var heildar reikningur fyrir verkið því rúmlega 800 þúsund.
Reikningurinn var/verður settur undir deild 06800 undir bókhaldslykilinn 9145 sem þá er kominn 735.000 kr yfir áætlun. UMFS hefur nú sótt um styrk, þó eftir á sé, til að heimild sé fyrir styrknum innan fjárhagsáætlunar.

Með fundarboð fylgdi einnig erindi frá Kristni Þór Björnssyni og Birni Friðþjófssyni, dagsett þann 19. september sl., fyrir hönd Knattspyrnudeildar UMFS Dalvík.

Til umræðu ofangreint.



Lagt fram til kynningar.

2.Frá Knattspyrnudeild UMFS; Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar

Málsnúmer 202412041Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð íþróttafulltrúa vegna samnings um rekstur á knattspyrnuvelli. Fram kemur að stjórn knattspyrnudeildar (karla) UMFS hefur hafnað þeim samningsdrögum. Lagt var upp með 3% hækkun á rekstrarsamningi árlega frá og með árinu 2025 en almennar hækkanir á samningum eru 2% á milli ára. Var þetta gert til að mæta auknum viðhaldskostnaði við mannvirkið enn má þess vænta að viðhaldskostnaður aukist eftir því sem völlurinn eldist. Einnig fylgdu með samskipti á milli íþróttafulltrúa og félagsins um ofangreint.

Til umræðu ofangreint.

Kristinn Þór vék af fundi kl.13:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að vinna áfram að ofangreindum styrktarsamningi við UFMS og að gerður verði einnig sérstakur rekstrarsamningur um rekstur knattspyrnuvalla og almennan viðhaldskostnað þannig að skýrt liggi fyrir hvað er innan styrktarsamnings og hvað er útfært með öðrum hætti.

3.Gjaldskrár 2025; gjaldskrár vegna málaflokks 06 frá íþrótta- og æskulýðsráði.

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gjaldskrár teknar til umræðu í ráðinu.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðar 2025."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að gjaldskrá málaflokks 06 fyrir árið 2025 frá fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
Greinargerð íþróttafulltrúa um helst tölur vegna ÍB-korts.


Jón Stefán vék af fundi kl. 14:12.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna málaflokks 06 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka 2024

Málsnúmer 202411050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir breytingum ,til hækkunar og lækkunar, á nokkrum deildum og liðum í fjárhagsáætlun 2024

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi, viðauka nr. 48 við fjárhagsáætlun 2024:
Liður 02010-4390, hækki um kr. 640.341.
Liður 02110-9110, lækki um kr. 500.000.
Liður 02540-4112, lækki um kr. 2.000.000
Liður 02570-9152, lækki um kr. 13.003.200.

Alls er viðaukinn lækkun um kr. -14.862.859.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka til heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.Fjárstyrkur vegna smíði og viðgerðar á turnispíru Dalvíkurkirkju; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 15. ágúst sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá Dalvíkurbyggð vegna viðgerða og nýsmíði á turnspíru Dalvíkurkirkju og viðgerða á tengibyggingu kirkju og safnaðarheimilis. Óskað er eftir styrk að upphæð 3,0 - 4,0 m.kr.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu um afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320 styrkveitingar-almennar-reglur- dalvikurbyggdar.pdf"
Menningarráð tók ofangreint erindi til umfjöllunar á fundi sínum þann 24. september sl. þar sem fram kom að menningarráð tekur jákvætt í verkefnið en vísar málinu til ákvörðunar í byggðaráði þar sem þetta er verulega stór upphæð sem óskað er eftir og væri of stór biti af fjárhæð Menningarsjóðs.
Við vinnslu fjárhagsáætlunar var afgreiðsla menningarráðs tekin til umfjöllunar og óskaði byggðaráð eftir frekari upplýsingum með erindinu sem liggja nú fyrir.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð styrki Dalvíkurkirkju um 4 m.kr. árið 2024 vegna viðgerða á kirkjunni.
Byggðaráð leggur til að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2024 skv. ofangreindu á deild 05810."

Með fundarboði byggðaráðs fyldu þakkir frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dagsett þann 3. desember sl., varðandi ofangreinda afgreiðslu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem lagður er til viðauki að upphæð kr. 4.000.000 á lið 05810-9145 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauki nr. 49 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 4.000.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202412050Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að setja inn í alla viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt á árinu. Í samræmi við þjóðhagsspá í nóvember þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarlíkani að verðbólga verði 6%.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir ofangreinda viðauka, viðaukar nr. 1-47, sem og viðauka nr. 48 og nr. 49 skv. lið 4 og 5 hér að ofan.
Viðaukar nr.45 og nr. 47 er tæknilegur viðauki vegna breytinga á vöxtum, afskriftir o.þ.h. úr fjárhagsáætlunarlíkani skv. heildarviðauka II.
Lagðir eru til 2 nýir viðaukar:
Frá sveitarstjóra; tillaga um breytingar á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs þar sem kostnaður mun falla til á árinu 2025, viðauki nr. 50.

a) HD017 Norðurgarður-Stálþil- Endurnýjun; lækka um kr. 70.000.000.- 42200 - 11551
HH009 Hauganes-grjótgarður-endurbygging; lækka um kr. 16.130.000.- 42200 - 11551

b) Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, viðauki nr. 51.
Tilfærsla á launaáætlun vegna starfs sem er 100% áætlað á deild 09210 en kostnaður skiptist 50%/50% á milli deildar 09210 og deildar 21400.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og tillögur að viðaukum nr. 50 og nr. 51 og vísar þeim til gerðar heildarviðauka III.
Viðauka nr. 50 verii mætt með hækkun á handbæru fé en ekki þarf að mæta viðauka nr. 51 þar sem um tilfærsla eru að ræða á milli deild.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Stöðumat stjórnenda janúar - október 2024

Málsnúmer 202412008Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðumati stjórnenda janúar - október 2024 vegna rekstur; mat á stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Samningur um bókhald- og launavinnslu- endurskoðun

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. októbersl. var samþykkt sú tillaga að fela byggðaráði endurskoðun á samningum milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember og desember.
Á fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var fjármála- og stjórnsýslusviði falið að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir drögum að minnisblaði með yfirliti þeirra verkefna sem leyst eru af hendi starfsmanna.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fyldi uppfært minnisblað sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs þar sem starfsmenn sviðsins hafa tekð saman upplýsingar um þá verkþætti sem inntir eru af hendi ásamt áætluðum tíma að jafnaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Dalbæjar í janúar.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að senda ofangreint minnisblað til forstöðumanns Dalbæjar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202412047Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2025

Málsnúmer 202412048Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2025 með breytingum á fjárhæðum í samræmi við reglurnar.
Einnig fylgdu með upplýsingar um fjárhæð heildarafsláttar árin 2014-2024 í hlutfali við álagðan fasteignaskatt fyrir sömu ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum með áorðnum breytingum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2025

Málsnúmer 202412049Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2025.
Reglurnar eru óbreyttar á milli ára.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Selárland - uppbyggingarsvæði; drög að samningi

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28.nóvember sl. voru drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. um uppbyggingu á landsvæði ofan Haugness til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað.
Með fundaboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að samningi eftir yfirferð bæjarlögmanns með lögmanni Ektabaða ehf.

Til umræðu og yfirferðar ofangreind drög.
Afgreiðslu frestað og sveitartjóra falið að vinna málið áfram með bæjarlögmanni.

14.Frá sveitarstjóra; drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um starf byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202409170Vakta málsnúmer

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1122.fundi byggðaráðs þann 26.september sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa.
Bókun byggðaráðs var staðfest samhljóða með 7 atkvæðum á 372.fundi sveitarstjórnar þann 22.október sl. Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Akureyrarbæ ásamt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð fór yfir drögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir fund byggðaráðs þann 12.desember nk. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreint minnisblað ásamt ofangreindum samningsdrögum.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum Akureyrarbæjar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að Dalvíkurbyggð ráði byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar í 50% starf hjá Dalvíkurbyggð frá 1.1.2025 til 31.12.2025 og verði þá Steinmar H. Rögnvaldsson bygginarfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

15.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Knattspyrnudeild U.M.F.S

Málsnúmer 202412015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra,dagsett þann 4. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Knattspyrnudeild U.M.F.S vegna viðburðar í Menningarhúsi Berg 27. desember nk.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Næsti fundur byggðaráðs verður á nýju ári fimmtudaginn 9. janúar 2025 nema að eitthvað óvænt komi upp.

Fundi slitið - kl. 15:58.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs