Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Knattspyrnudeild U.M.F.S

Málsnúmer 202412015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra,dagsett þann 4. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Knattspyrnudeild U.M.F.S vegna viðburðar í Menningarhúsi Berg 27. desember nk.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra,dagsett þann 4. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Knattspyrnudeild U.M.F.S vegna viðburðar í Menningarhúsi Berg 27. desember nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Slökkviliðsstjóra.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með þeim fyrirvara sem byggðaráð tilgreinir.