Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Þór Björnsson, frá Knattspyrnudeild UMFS, og Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 13:15.
Kristinn Þór tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 5. desember sl., íþróttafulltrúi gerir grein fyrir að þann 19. september sl. óskaði Knattspyrnudeild UMFS eftir að sveitarfélagið myndi taka að sér að skipta um vatnsdælu fyrir hitakerfi í gervigrasvelli UMFS, þar sem að deildin sem rekstraraðili vallarins gæti ekki staðið straum af því sjálf. Ljóst var á þeim tímapunkti að mannvirkið gæti orðið fyrir miklum skemmdum ef ekki yrði brugðist hratt við og var því samþykkt að skipta um dæluna á kostnað sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að mannvirkið gæti orðið fyrir þessum skemmdum sem bæði hefðu orðið dýrar og afdrífaríkar. Áðurnefndur kostnaður var svo raunar töluvert hærri en áætlað var vegna þess að smíða þurfti talíu með dælunni og var heildar reikningur fyrir verkið því rúmlega 800 þúsund.
Reikningurinn var/verður settur undir deild 06800 undir bókhaldslykilinn 9145 sem þá er kominn 735.000 kr yfir áætlun. UMFS hefur nú sótt um styrk, þó eftir á sé, til að heimild sé fyrir styrknum innan fjárhagsáætlunar.
Með fundarboð fylgdi einnig erindi frá Kristni Þór Björnssyni og Birni Friðþjófssyni, dagsett þann 19. september sl., fyrir hönd Knattspyrnudeildar UMFS Dalvík.
Til umræðu ofangreint.