Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að setja inn í alla viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt á árinu. Í samræmi við þjóðhagsspá í nóvember þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarlíkani að verðbólga verði 6%.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir ofangreinda viðauka, viðaukar nr. 1-47, sem og viðauka nr. 48 og nr. 49 skv. lið 4 og 5 hér að ofan.
Viðaukar nr.45 og nr. 47 er tæknilegur viðauki vegna breytinga á vöxtum, afskriftir o.þ.h. úr fjárhagsáætlunarlíkani skv. heildarviðauka II.
Lagðir eru til 2 nýir viðaukar:
Frá sveitarstjóra; tillaga um breytingar á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs þar sem kostnaður mun falla til á árinu 2025, viðauki nr. 50.
a) HD017 Norðurgarður-Stálþil- Endurnýjun; lækka um kr. 70.000.000.- 42200 - 11551
HH009 Hauganes-grjótgarður-endurbygging; lækka um kr. 16.130.000.- 42200 - 11551
b) Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, viðauki nr. 51.
Tilfærsla á launaáætlun vegna starfs sem er 100% áætlað á deild 09210 en kostnaður skiptist 50%/50% á milli deildar 09210 og deildar 21400.
Viðauka nr. 50 verii mætt með hækkun á handbæru fé en ekki þarf að mæta viðauka nr. 51 þar sem um tilfærsla eru að ræða á milli deild.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.