Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202412050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að setja inn í alla viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt á árinu. Í samræmi við þjóðhagsspá í nóvember þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarlíkani að verðbólga verði 6%.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir ofangreinda viðauka, viðaukar nr. 1-47, sem og viðauka nr. 48 og nr. 49 skv. lið 4 og 5 hér að ofan.
Viðaukar nr.45 og nr. 47 er tæknilegur viðauki vegna breytinga á vöxtum, afskriftir o.þ.h. úr fjárhagsáætlunarlíkani skv. heildarviðauka II.
Lagðir eru til 2 nýir viðaukar:
Frá sveitarstjóra; tillaga um breytingar á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs þar sem kostnaður mun falla til á árinu 2025, viðauki nr. 50.

a) HD017 Norðurgarður-Stálþil- Endurnýjun; lækka um kr. 70.000.000.- 42200 - 11551
HH009 Hauganes-grjótgarður-endurbygging; lækka um kr. 16.130.000.- 42200 - 11551

b) Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, viðauki nr. 51.
Tilfærsla á launaáætlun vegna starfs sem er 100% áætlað á deild 09210 en kostnaður skiptist 50%/50% á milli deildar 09210 og deildar 21400.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og tillögur að viðaukum nr. 50 og nr. 51 og vísar þeim til gerðar heildarviðauka III.
Viðauka nr. 50 verii mætt með hækkun á handbæru fé en ekki þarf að mæta viðauka nr. 51 þar sem um tilfærsla eru að ræða á milli deild.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að setja inn í alla viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt á árinu. Í samræmi við
jóðhagsspá í nóvember þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarlíkani að verðbólga verði 6%.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir ofangreinda viðauka, viðaukar nr. 1-47, sem og viðauka nr. 48 og nr. 49 skv. lið 4 og 5 hér að ofan.
Viðaukar nr.45 og nr. 47 er tæknilegur viðauki vegna breytinga á vöxtum, afskriftir o.þ.h. úr fjárhagsáætlunarlíkani skv. heildarviðauka II.
Lagðir eru til 2 nýir viðaukar:
Frá sveitarstjóra; tillaga um breytingar á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs þar sem kostnaður mun falla til á árinu 2025, viðauki nr. 50.
a) HD017 Norðurgarður-Stálþil- Endurnýjun; lækka um kr. 70.000.000.- 42200 - 11551
HH009 Hauganes-grjótgarður-endurbygging; lækka um kr. 16.130.000.- 42200 - 11551
b) Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, viðauki nr. 51.
Tilfærsla á launaáætlun vegna starfs sem er 100% áætlað á deild 09210 en kostnaður skiptist 50%/50% á milli deildar 09210 og deildar 21400.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og tillögur að viðaukum nr. 50 og nr. 51 og vísar þeim til gerðar heildarviðauka III.
Viðauka nr. 50 verði mætt með hækkun á handbæru fé en ekki þarf að mæta viðauka nr. 51 þar sem um tilfærsla eru að ræða á milli deild.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Samstæða A- og B- hluta er með jákvæðan afgang að upphæð kr.145.641.000
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru alls áætlaðar kr. 618.363.078 og hafa lækkað frá upprunalegri áætlun með viðaukum að upphæð kr.-299.834.075.
Áætluð lántaka er 0 og veltufé frá rekstri er kr. 440.029.000.
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 45 og nr. 47 sem eru tæknilegar viðaukar vegna heildarviðauka II og eru þeir hluti af heildarviðauka III.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 50 þannig að ekki verði gerðar breytingar á lið 42200-11551-HD017 vegna Norðurgarðs þar sem viðeigandi breytingar á áætlun hafa nú þegar verið gerðar með viðauka skv. upplýsingum frá sveitarstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að lækka lið 42200-11551-HH009 vegna grjótgarðs á Hauganesi um kr. -4.839.000 í samræmi við upplýsingar frá sveitarstjóra.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 51 um tilfærslu á milli deilda vegna launaáætlunar. Eftir endurútreikninga á launaviðauka þá færist kr. 365.175 á deild 21400 og sveitarstjórn samþykkir að breytingunni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III í fjárhagsáætlunarlíkani við fjárhagsáætlun 2024 með viðaukum nr. 1-51