Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi m.a. bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viljayfirlýsingu (drög #5) við Laxós ehf. eins og hún liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna á íslensku og á ensku."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Laxós ehf, dagsett þann 6. mars sl., er varðar áætluð áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Jafnframt fylgir með samantekt Laxóss, skýringar- og þrívíddarmyndir vegna hugmynda að uppbyggingu laxeldis norðan við Hauganes í Dalvíkurbyggð, dagsett í febrúar 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu.