Byggðaráð

1133. fundur 28. nóvember 2024 kl. 13:15 - 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson boðaði forföll sem og varamaður hans Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

1.Frá 375. fundi sveitarstjórnar þann 05.11.2024; Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildartjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert og svið, og úr umhverfis- og dreifbýlisráði Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, varaformaður, og Júlíus Magnússon kl. 13:15.

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var samþykkt sú tillaga formanns Umhverfis- og dreifbýlisráðs að haldinn verði sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs til að marka stefnuna í úrgangsmálum sveitarfélagsins.

Á 373. fundi sveitarstjórnar þann 5. nóvember sl. var samþykkt samningsdrög á milli Consensa og Dalvíkurbyggðar um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og hafðar verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin og svör frá Consensa við þeim ábendingum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla HLH Ráðgjafar um þróun kostnaðar úrgangsmála sveitarfélaga árin 2012 til 2023 sem unnið var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris, Óðinn, Gunnar Kristinn, Gunnþór Eyfjörð og Júlíus viku af fundi kl. 14:12.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Atvinnustefna - endurskoðun

Málsnúmer 202411020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

a) Atvinnulífskönnun - niðurstöður.

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. kom fram að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar færi í loftið á næstunni. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi niðurstöður úr þeirri könnun og samantekt upplýsingafulltrúa sem hann gerði grein fyrir á fundinum. Fjöldi svara voru 24.

Til umræðu ofangreint.

b) Fyrstu drög / hugmynd að Atvinnustefnu

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var samþykkt að Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðun og uppfærð og var það vísað til fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að endurskoðun á Atvinnustefnu með nýrri framsetningu.

Til umræðu ofangreint.

Friðjón vék af fundi kl. 14:58.
Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa og fjármála- og stjórnsýslusviði að vinna áfram að tillögu að Atvinnustefnu.

3.Samningur um bókhald- og launavinnslu- endurskoðun

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. októbersl. var samþykkt sú tillaga að fela byggðaráði endurskoðun á samningum milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember og desember.

Á fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var fjármála- og stjórnsýslusviði falið að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir drögum að minnisblaði með yfirliti þeirra verkefna sem leyst eru af hendi starfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

4.Raforkusölusamningur

Málsnúmer 202406084Vakta málsnúmer

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila. Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa."
Framkvæmdastjórn / innkauparáð hefur fjallað um ofangreint á fundum sínum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum samningi sem og upplýsingar um samningskjör.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga frá Orkusölunni forsendur samningsins."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um ofangreint og meðfylgjandi samningsdrögum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind og fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar fyrir árið 2025

Málsnúmer 202411064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 13.11.2024, þar sem gert er grein fyrir tillögu af hálfu Bjarmahlíðar um framlag sveitarfélaga í umdæmi Lögreglustjórands á Norðurlandi eystra fyrir rekstri þolendamiðstöðvarinnar fyrir árið 2025. Samkvæmt þeirri tillögu yrði framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 kr. 600.000. Vonast er til að sveitarfélögin geti tekið tillit til þessa við fjárlagavinnu fyrir næsta ár.

Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun við síðari umræðu þann 19. nóvember sl. og ekki er gert ráð fyrir framlagi til Bjarmahlíðar árið 2025.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 að leggja til við sveitartjórn að framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 verð kr. 600.000, vísað á deild 02800.

6.Frá Landamerki ehf; Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2026

Málsnúmer 201705080Vakta málsnúmer

Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um samskipti deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar við forsvarsmenn Landamerkis ehf. um úrbætur í sumar.
Helga Íris og María viku af fundi kl. 14:22.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Landamerki ehf. um rekstur og umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík verði sagt upp fyrir 1. september nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Landamerki ehf. dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem farið er yfir hlið Landamerkja ehf. hvað varðar reksturinn á tjaldsvæðinu á Dalvík sumarið 2024 og viðbrögð fyrirtækisins innanhúss. Bent er á að samsatarf Landamerkja og Dalvíkurbyggðar hafði gangið vel frá árinu 2017 og hafi sveitarfélagið ekki ákvæðið næstu skref varðandi tjaldsvæðið þá er fyrirtækið reiðubúið til samtals um möglegt áframhaldandi samstarf.
Lagt fram til kynningar.

7.Selárland - uppbyggingarsvæði - drög að samningi

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1120. fundi þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var til umfjöllunar og afgreiðslu viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. Viljayfirlýsingin var undirrituð 17. maí sl.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundum fulltrúa Dalvíkurbyggðar með forsvarsmönnum Ektabaða frá 12. júní sl. og 2. september sl. en markmið fundanna er að vinna að samningi um verkefnið.
María vék af fundi kl. 14:28.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði fylgdu drög að ofangreindum samningi um verkefnið um uppbyggingu á landsvæði ofan Haugness í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.

Afgreiðslu frestað og lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá Fjármála- og stjórnsýslusviði; Tillaga um sölu á íbúðum við Lokastíg 2

Málsnúmer 202411101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá samráðsnefnd sem fjallar um umsóknir og útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 22. nóvember sl, þar sem lagt er til að íbúðir við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá í tveimur áföngum, þ.e. 2 og 2 íbúðir. Lagt er jafnfram til að leigjendum verði boðinn forkaupsréttur að íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um-solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íbúðir við Lokastíg 2 verðir settar á söluskrá í tveimur áföngum en leigjendum verði boðinn forkaupsréttur i samræmi við reglur sveitarfélagsins.

10.Frá Dalvíkurkirkju; Umsókn um fjárstyrk vegna smíði og viðgerðar á turnispíru Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 15. ágúst sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fráDalvíkurbyggð vegna viðgerða og nýsmíði á turnspíru Dalvíkurkirkju og viðgerða á tengibyggingu kirkju og safnaðarheimilis. Óskað er eftir styrk að upphæð 3,0 - 4,0 m.kr.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu um afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320 styrkveitingar-almennar-reglur- dalvikurbyggdar.pdf"

Menningarráð tók ofangreint erindi til umfjöllunar á fundi sínum þann 24. september sl. þar sem fram kom að menningarráð tekur jákvætt í verkefnið en vísar málinu til ákvörðunar í byggðaráði þar sem þetta er verulega stór upphæð sem óskað er eftir og væri of stór biti af fjárhæð Menningarsjóðs.

Við vinnslu fjárhagsáætlunar var afgreiðsla menningarráðs tekin til umfjöllunar og óskaði byggðaráð eftir frekari upplýsingum með erindinu sem liggja nú fyrir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð styrki Dalvíkurkirkju um 4 m.kr. árið 2024 vegna viðgerða á kirkjunni.
Byggðaráð leggur til að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2024 skv. ofangreindu á deild 05810.

11.Starfs- og kjaranefndar 2024 - fundargerðir, erindi og samskipti; kynning á fundargerðum.

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 19. og 27. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411092Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi; beiðni um fjárframlag

Málsnúmer 202411105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi, dagsett þann 24. nóveember sl., þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka sem og óskað er eftir fjárstuðningi vegna itundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi (The Slow Movement in Iceland) um ávinning þess að hægja á í íslensku samfélagi og að kynna fyrirbærið hæglæti (Slow eða Simple living) fyrir þjóðinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

14.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar. Fang logistics ehf vegna Krossa ll

Málsnúmer 202411084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem óskar er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fang logistics ehf vegna Krossa II.
Með fundarboði byggðaráðs er jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitsins.

15.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Þorsteinn Svörfuður vegna þorrablóts á Rimum 2025

Málsnúmer 202411091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. nóvember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar frá UMF Þorsteini Svörfuði um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti að Rimum 1.2.2025.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir frá Slökkviliðsstjóra og Skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024; nr. 956 og nr. 957.

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 956 og nr. 957 frá 20. nóvember sl. og 22. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs