Frá Fjármála- og stjórnsýslusviði; Tillaga um sölu á íbúðum við Lokastíg 2

Málsnúmer 202411101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1133. fundur - 28.11.2024

Tekið fyrir minnisblað frá samráðsnefnd sem fjallar um umsóknir og útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 22. nóvember sl, þar sem lagt er til að íbúðir við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá í tveimur áföngum, þ.e. 2 og 2 íbúðir. Lagt er jafnfram til að leigjendum verði boðinn forkaupsréttur að íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um-solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íbúðir við Lokastíg 2 verðir settar á söluskrá í tveimur áföngum en leigjendum verði boðinn forkaupsréttur i samræmi við reglur sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá samráðsnefnd sem fjallar um umsóknir og útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 22. nóvember sl, þar sem lagt er til að íbúðir við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá í tveimur áföngum, þ.e. 2 og 2 íbúðir. Lagt er jafnfram til að leigjendum verði boðinn forkaupsréttur að íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íbúðir við Lokastíg 2 verðir settar á söluskrá í tveimur áföngum en leigjendum verði boðinn forkaupsréttur i samræmi við reglur sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að íbúðir í eigu sveitarfélagsins við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá með þeirri útfærslu sem lögð er til.