Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2027

Málsnúmer 201705080

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 90. fundur - 11.05.2017

Tekin voru fyrir þau þrjú tilboð sem bárust í rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að ganga að hagstæðasta tilboðinu sem er frá Landamerkjum ehf. og farið verði í skjalagerð á leigusamningi.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.

Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.'



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn."



Auglýst var eftir rekstraraðila að tjaldvæði og var umsóknarfrestur til 3. maí s.l., sbr. heimasíða Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/auglyst-eftir-rekstraradila-ad-tjaldsvaedi



Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir þeim umsóknum sem bárust:´



Ólafur P. Agnarsson, kt. 041070-5529 og Guðrún Sveinsdóttir, kt. 210677-5509.

Draumablá ehf., kt. 500216-1660 (Agnes Ýr Sigurjónsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.

Landamerki ehf., kt. 211273-5429.



Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem haldinn var að morgni 11. maí. Niðurstaðan ráðsins var að samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Landamerki ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 822. fundur - 18.05.2017

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins á Dalvík.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:43.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum.

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu.

Byggðaráð - 1118. fundur - 29.08.2024

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um samskipti deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar við forsvarsmenn Landamerkis ehf. um úrbætur í sumar.

Helga Íris og María viku af fundi kl. 14:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Landamerki ehf. um rekstur og umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík verði sagt upp fyrir 1. september nk.

Byggðaráð - 1133. fundur - 28.11.2024

Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um samskipti deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar við forsvarsmenn Landamerkis ehf. um úrbætur í sumar.
Helga Íris og María viku af fundi kl. 14:22.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Landamerki ehf. um rekstur og umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík verði sagt upp fyrir 1. september nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Landamerki ehf. dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem farið er yfir hlið Landamerkja ehf. hvað varðar reksturinn á tjaldsvæðinu á Dalvík sumarið 2024 og viðbrögð fyrirtækisins innanhúss. Bent er á að samsatarf Landamerkja og Dalvíkurbyggðar hafði gangið vel frá árinu 2017 og hafi sveitarfélagið ekki ákvæðið næstu skref varðandi tjaldsvæðið þá er fyrirtækið reiðubúið til samtals um möglegt áframhaldandi samstarf.
Lagt fram til kynningar.