Byggðaráð

1117. fundur 22. ágúst 2024 kl. 13:15 - 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028;

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025 Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum.
b) Drög að fjárhagsramma Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum.
c) Annað

Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. c) Ekkert fleira.

Ofangreint áfram til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar byggðaráðs.

2.Frá Dalvíkurkirkju; Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202408036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 15. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum fyrir árið 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf

3.Frá Dalvíkurkirkju; Umsókn um fjárstyrk vegna smíði og viðgerðar á turnispíru Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 15. ágúst sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá Dalvíkurbyggð vegna viðgerða og nýsmíði á turnspíru Dalvíkurkirkju og viðgerða á tengibyggingu kirkju og safnaðarheimilis. Óskað er eftir styrk að upphæð 3,0 - 4,0 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu um afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf

4.Frá Sigmari Erni Harðarsyni; Ósk um fjármagn inn í fjárhagsáætlun fyrir Sjómannadag 2025

Málsnúmer 202408034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigmari Erni Harðarsyni, dagsett þann 7. ágúst sl., þar sem sjómannadagsnefndin óskar eftir áframhaldandi fjárveitingu vegna hátíðarhalda á Sjómannadaginn í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf.
Byggðaráð felur menningarráði að óska eftir greinargerð og áætlunum frá forsvarsmönnum Sjómannadagsins í Dalvíkurbyggð sem og uppgjöri fyrir árið 2024.

5.Frá Remy Alexandre P Lardinois; Fjárhagsáætlun 2025; endurvinnsla og listsköpun

Málsnúmer 202408038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Alexandre P Lardinois, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna gerð listaverka í fjörunni á Dalvík með endurvinnslu á efnivið úr umhverfinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p

6.Frá Rúnari Áka Friðjónssyni; Hjólabrettarampur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rúnari Áka Friðjónssyni, móttekið 8. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að sett verði upp smá aðstaða til að stunda hjólabretti í Dalvíkurbyggð á öruggu svæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

7.Frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni; Fjárhagsáætlun 2025; Rafíþróttadeild - styrkur

Málsnúmer 202408048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Gísla Þór Brynjólfssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, þar fram kemur að þeira hafa mikinn áhuga á að stofna rafíþróttadeild í Dalvíkurbyggðar og eru þegar byrjaðir að skoða mögulegar lausnir í þeim efnum. Fram kemur að erfitt sé að segja til um nákvæman kostnað við upphaf svona starfsemi en bréfritarar telja að kaup á 10 tölvum og tilheyrandi búnaði muni nema á bilinu 5-6 m.kr. Óskað er eftir að fá að mæta á fund íþrótta- og æskulýðsráðs til að kynna hugmyndina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p

8.Frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni; Fjárhagsáætlun 2025; Frisbee golf - styrkur

Málsnúmer 202408049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni, móttekið 19. ágúst sl., fyrir hönd óformlegs stofnaðs Frisbeegolfsambandi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur sú ósk að á Dalvík verði Frisbeegolfvöllur í fullri kepnnisstærð. Samkvæmt uppýsingum frá FSÍ er kostnaður við 18 holu völl áætlaður um 14 m.kr. með virðisaukaskatti. Möguleiki væri í fyrstu atrennu að gera 9 brauta völl með möguleika á stækkun. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar á slíkum velli væri um 7 m.kr. með virðisaukaskatti en þá er ótalið hönnun, uppsetning á körfum, vönduðum heilsársteigum, skiltum og öðrum merkingu
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf

9.Frá Þröster ehf.; Fjárhagsáætlun 2025; CDalvík - styrkur - viðbragðsaðilar

Málsnúmer 202408050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Helgi Einarsson af fundi vegna vanhæfis kl. 14:14 og Freyr Antonsson varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni, móttekið þann 19. ágúst sl., fyrir hönd Þröster ehf. eiganda og rekstraraðila CDalvík. Þröster ehf. óskar eftir styrk til að geta veitt viðbragðsaðilum í Dalvíkurbyggð frítt í skipulagða tíma hjá fyrirtækinu og open gym allan sólarhringinn. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.237.500.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreinda erindi.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

10.Frá Þröster ehf.M Fjárhagsáætlun 2025; CDalvík - styrkur - aukin þjónusta við unglinga

Málsnúmer 202408051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Þröster ehf. eiganda og rekstraraðila CDalvík, móttekið þann 19. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk til að geta aukið þjónustu við unglinga í Dalvikurbyggð og haldið úti 4 föstum tímum á viku fyrir unglinga á aldrinum 12 - 16 ára. Óskað er eftir styrk fyrir launum þjálfara í 10 vikur, tvær annir, kr. 800.000 fyrir árið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

11.Frá Þröster ehf.; Fjárhagsáætlun 2025; CDalvík - styrkur/samstarf - frítt í sund fyrir iðkendur

Málsnúmer 202408052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Þröster ehf. eiganda og rekstraraðila CDalvík, móttekið þann 19. ágúst sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð til að geta boðið iðkendum hjá fyrirtækinu frítt í sund. Með því getur CDalvík aukið þjónustu sinna korthafa mikið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Helgi Enarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

12.Frá Golfklúbbnum Hamar; Fjárhagsáætlun 2025; - styrkbeiðni v. framkvæmda

Málsnúmer 202408024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Helgi Einarsson að nýju á fund byggðaráðs og tók við fundarstjórn kl. 14:31.


Tekið fyrir erindi frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 5. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna framkvæmda á Arnarholtsvelli, 25 m.kr. á árunum 2025-2028.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p

13.Frá Unni Valgeirsdóttur; Fjárhagsáætlun 2025; Infrarauður klefi

Málsnúmer 202405214Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Unni Valgeirsdóttur, dagsett þann 27. maí sl., þar sem Dalvíkurbyggð er hvött til að kaupa infrarauðan klefa í Íþróttamiðstöðina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

14.Frá Dagný Björk Sigurðardóttur; Fjárhagsáætlun 2025; Ungbarnarólur - leikvellir

Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dagný Björk Sigurðardóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem lagt er til að sett verði upp a.m.k. ein ungbarnaróla á einn af leikvöllum í bænum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

15.Frá Kolbrúnu Svansdóttur; Fjárhagsáætlun 2025; ungbarnaróla - Hjarðarslóð eða Skógarhólar

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Svansdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett verði ungbarnaróla á leikvöllinn í Hjarðarslóð eða Skógarhólum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

16.Frá Margréti Ásgeirsdóttur; Fjárhagsáætlun 2025; Skógarhólar, göngustígur og leikvöllur

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett sé á áætlun frágangur á göngustíg við Skógarhóla 17 og umhverfi leikvallar við Skógarhóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs sem og til íþrótta- og æskulýðsráðs er varðar umhverfi leikvallar við Skógarhóla í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum er varðar leikvöllinn. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

17.Frá Gísla, Eiríki, Helga ehf- Kristínu A. Símonardóttur og Bjarna Gunnarssyni.; Fjárhagsáætlun 2025; Vegamót, Steinholt, Ungó

Málsnúmer 202408046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsett þann 19. ágúst sl, þar sem Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson koma á framfæri nokkrum málum.
a) Fram kemur að fyrir nokkrum árum var lagður og malbikaður hjóla- og göngustígur fyrir framan heimili þeirra að Vegamótum. Fram kemur að stígurinn liggur þvert í gegnum heimkeyrsluna sem hefur verið að húsinu síðan það var byggt árið 1957. Óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð breyti og lagi aðgengi og bílastæði við heimilið, ekki síst með öryggi þeirra, gesta þeirra og annarra sem um hjóla/göngustíginn fara.
b) Fram kemur að bréfritarar hafa verið að gera upp og byggja við Steinholt, Karlsrauðatorg 11. Óskað er eftir því að frágangi við götuna verði lokið og hún malbikuð sem fyrst árið 2025.
c) Fram kemur að Kaffihús Bakkabræðra í eigu þeirra hefur nú um langt skeið haft afnot af og leigt Ungó í ákveðinn tíma á ári hverju. Óskað er eftir því að fram fari lagfæringar eða endurbygging á snyrtingum í millirými Ungós og kaffihússins sem sem þau nýta fyrir kaffihúsið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa a) og b) hér að ofan til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa c) lið hér að ofan til menningarráðs til umfjöllunar vegna afnota og útleigu á húsnæðinu til menningarmála og til skoðunar hjá Framkvæmdasviði/ Eigna- og framkvæmdadeild í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmóta og samræmda tillögu frá ráðinu og Framkvæmdasviði.

18.Frá Rípli ehf; Fjárhagsáætlun 2025; Malbikun á plani

Málsnúmer 202408047Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:48 vegna vanhæfis og Freyr Antonsson tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, fyrir hönd Rípils ehf, eiganda að Hafnarbraut 5, neðri hæð, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð komi að þvi að malbika planið að hluta eða c.a. 3 metra fyrir framan Hafnarbraut 5 að neðanverður sem liggur að Martröð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna erindinu og vísar því til endurskoðunar á deiliskipulagi við höfnina.
Helgi Enarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

19.Stöðumat janúar - júní 2024

Málsnúmer 202408017Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn að nýju undir þessum lið og tók við fundarstjórn kl. 15:02.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda, bókhald janúar - júní 2024 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

20.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - júlí

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bóhald í samanburði við áætlun janúar - júlí 2024.
Launakostnaður janúar - júlí 2024 í samanburði við áætlun.
Stöðugildi janúar - júlí 2024 í samanburði við heimildir.
Bókaðar fjárfestingar og framkvæmdir janúar- júlí 2024 í samanburði við heimildir.
Greitt útsvar janúar- júlí 2024 í samanburði við sama tímabil 2023.
Lagt fram til kynningar.

21.Ráðningarferli í samræmi við 52. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - framhald

Málsnúmer 202205135Vakta málsnúmer

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað."

Til umfjöllunar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

22.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024; framhald.

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að vegna sérstakra aðstæðna eftir slæmt vor og ljóst er að uppskerutími verður með seinna móti vegna kals, að seinni göngum verði seinkað um viku, eða til 20.- 21. september. Geta þá bændur á hverju gangnasvæði fyrir sig komið sér saman um hvort fyrstu göngur séu gengnar helgina 6. - 7. september eða 13.- 14. september. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum." b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá fjallskilanefnd Svarfaðardalsdeildar, dagsett þann 12. ágúst sl., þar sem fram kemur að Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemd við að göngum og réttum verði frestað um viku vegna aðstæðna við heyöflun en leggur til að fyrri göngur verði 13.-14. september og seinni göngur 20.-21. september. Mikilvægt sé að gengið verði á öllum gangnasvæðum á sama tíma og ekki verði um val bænda hvort fyrri göngur verði 6.-7. eða 13.-14. september. Fjallskilanefnd bendir á að samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð er gert ráð fyrir samráði við nágrannasveitarfélög ef vikið er frá tímaramma við ákvörðun haustgangna. Nú þegar hefur Hörgársveit tilkynnt að fyrri göngur verði 11.-15. september, hins vegar hefur ekkert samráð verið haft við Árskógsdeild, en mikilvægt er að samræmi verði í gangnadögum hvort heldur er innan Dalvíkurbyggðar eða við nágrannasveitarfélög.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu um viku og aflað verði upplýsinga um afstöðu fjallskilanefndar á Áskógsströnd og á Dalvík til þess að fresta göngum."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdi:
a) Rafpóstur dagsettur þann 18. ágúst sl. frá Fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar þar sem fram kemur að Dalvíkurdeildin hefur undanfarin ár farið á öðrum tíma en önnur gangnasvæði í Dalvíkurbyggð með mjög góðum árangri. Í ár er áætlað að að byrja mánudaginn 9. september út við Ófærugjá og enda á Ytra-Holtsdal föstudaginn 13. september. Með eftirleitir hefur veirð mjög gott samstarf við Ólafsfirðinga og Fljótamenn á liðnum árum.
b) Erindi frá Fjallskiladeild Árskógsstrandar, dagstt þann 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að Fjallskilanefndin var í sumar boðuð á fund fjallskilanefndar í Hörgárbyggð. Fjallskilanefnd Árskógsstrandar kannaði hug bænda sunnan við Þorvaldsdalsár á að seinka gögnum um viku til samræmi við Arnarnesdeild/Hörgárbyggð en ekki náðist samstaða og þar sem Dalvíkurbyggð var búið að ákveða gangnadaga 7. september og 14. september þá var ákveðið að halda sig við þá daga. Nefndin telur of seint að færa fyrri göngur en að í lagi sé að fyrri göngur séu á sitt hvorri helginni á hluta svæðisins. Ágætt sé að hafa eina helgi upp á að hlaupa ef veður verða slæm. Seinni göngur verða þá á sama tíma í Hörgárbyggð og á Árskógsströnd eða 21. september.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu fjallskilanefndar Árskógsdeildar að fyrri göngur í Árskógsdeild verði 7. september og seinni göngur 21. september.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu fjallskilanefndar Svarfaðardalsdeildar að fyrri göngur í Svarfaðardalsdeild verði 13. - 14. september og seinni göngur 20.-21. september.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu fjallskilanefndar Dalvíkurdeildar að fyrri göngur í Dalvíkurdeild verði 9. -13. september.

23.Frá Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 202402058Vakta málsnúmer

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/ Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Tekið fyrir erindi frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 11. apríl sl., til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Um er að ræða tilkynningu frá nefndinni um málsmeðferð vegna eyja og skerja. Fram kemur að nefndin hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur þann 19. ágúst sl, þar sem fram kemur að Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. desember 2024. Það er gert í ljósi upplýsinga frá lögmönnum ríkisins um að von sé á endurskoðuðum kröfum ríkisins um mánaðamótin ágúst/september 2024.
Tilkynning verður send út um endurskoðaða kröfugerð þegar hún liggur fyrir, auk þess sem hún verður birt á vefsíðu óbyggðanefndar. Á vefsíðunni er einnig að finna almennar upplýsingar um málsmeðferðina.
Lagt fram til kynningar.

24.Tjaldsvæði á Dalvík.

Málsnúmer 201705080Vakta málsnúmer

Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs