Frá Þröster ehf.; Fjárhagsáætlun 2025; CDalvík - styrkur - viðbragðsaðilar

Málsnúmer 202408050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Undir þessum lið vék Helgi Einarsson af fundi vegna vanhæfis kl. 14:14 og Freyr Antonsson varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni, móttekið þann 19. ágúst sl., fyrir hönd Þröster ehf. eiganda og rekstraraðila CDalvík. Þröster ehf. óskar eftir styrk til að geta veitt viðbragðsaðilum í Dalvíkurbyggð frítt í skipulagða tíma hjá fyrirtækinu og open gym allan sólarhringinn. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.237.500.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreinda erindi.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.