Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsett þann 19. ágúst sl, þar sem Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson koma á framfæri nokkrum málum.
a) Fram kemur að fyrir nokkrum árum var lagður og malbikaður hjóla- og göngustígur fyrir framan heimili þeirra að Vegamótum. Fram kemur að stígurinn liggur þvert í gegnum heimkeyrsluna sem hefur verið að húsinu síðan það var byggt árið 1957. Óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð breyti og lagi aðgengi og bílastæði við heimilið, ekki síst með öryggi þeirra, gesta þeirra og annarra sem um hjóla/göngustíginn fara.
b) Fram kemur að bréfritarar hafa verið að gera upp og byggja við Steinholt, Karlsrauðatorg 11. Óskað er eftir því að frágangi við götuna verði lokið og hún malbikuð sem fyrst árið 2025.
c) Fram kemur að Kaffihús Bakkabræðra í eigu þeirra hefur nú um langt skeið haft afnot af og leigt Ungó í ákveðinn tíma á ári hverju. Óskað er eftir því að fram fari lagfæringar eða endurbygging á snyrtingum í millirými Ungós og kaffihússins sem sem þau nýta fyrir kaffihúsið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa c) lið hér að ofan til menningarráðs til umfjöllunar vegna afnota og útleigu á húsnæðinu til menningarmála og til skoðunar hjá Framkvæmdasviði/ Eigna- og framkvæmdadeild í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmóta og samræmda tillögu frá ráðinu og Framkvæmdasviði.