Menningarráð

105. fundur 24. september 2024 kl. 13:00 - 15:10 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs situr undir liðum 1. - 4.

1.Rafræn skjalavarsla

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður Safna og Menningarhússins Berg, fór yfir stöðu mála á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

2.Kaffihús - Menningarhúsinu Bergi

Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu.
Rekstraraðilar á kaffihúsi í Menningarhúsinu Bergi hætta rekstri á kaffihúsi 30.09.2024. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að auglýsa aftur útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi. Sviðsstjóra og forstöðumanni safna og Menningarhúsins Bergs, er falið að uppfæra útboðsgögn og setja þau í auglýsingu sem fyrst.

3.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Tekin fyrir Starfs - og fjárhagsáætlun hjá Söfnum og Menningahúsinu Bergi.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir með þremur atkvæðum starfs - og fjárhagsáætlun safna og Menningahússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2025 og þriggja ára áætlun til 2028.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Safna og Menningarhússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2025 tekin fyrir.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá safna og Menningarhússins Bergs, samkvæmt umræðum sem fóru fram á fundinum.
Björk Hólm fór af fundi kl. 14:15

5.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202408036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sóknarnend Dalvíkurkirkju dags.15.08.2024 þar sem óskað er eftir fjárstyrk til niðurfellingu fasteignagjalda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2025
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum styrk vegna niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir fjárhagsárið 2025.

6.Umsókn um fjárstyrk vegna smíði og viðgerðar á turnispíru Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju dags. 15.08.2024. Þar sem að óskað er eftir styrk til að mæta viðgerð og nýsmíði á turnspíru á Dalvíkurkirkju.
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið en vísar málinu til ákvörðunartöku í Byggðarráði, þar sem þetta er verulega stór upphæð sem óskað er eftir og væri of stór biti af fjárhæð Menningarsjóðs.

7.Ósk um fjármagn inn í fjárhagsáætlun fyrir Sjómannadag 2025

Málsnúmer 202408034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sigmari Erni Harðarsyni dags. 07.08. 2024, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárveitingu til að halda sjómannadag hátíðlegan.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja sjómannadag 2025 um 400.000 kr.

8.Fjárhagsáætlun 2025; endurvinnsla og listsköpun

Málsnúmer 202408038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Remy Lardinois dags. 18.08.2024
Menningarráð hafnar málinu og bendir viðkomandi á að sækja um í Menningar - og viðurkenningarsjóður Dalvíkurbyggðar sem verður auglýstur í janúar 2025.

9.Fjárhagsáætlun 2025; Vegamótm Steinholt, Ungó

Málsnúmer 202408046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Gísla,Eirík og Helga - Kaffihús Bakkabræðra dags. 19.08.2024
Menningarráð telur mikilvægt að fara í verkefnið og áréttar að búið var að teikna upp hugmynd að viðbyggingu við Ungó fyrir nokkrum árum með bættri salernisaðstöðu. Mikilvægt að vinna þetta verkefni með hagsmunaaðilum.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs