Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir niðurstaða útboðs á rekstri kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi. Fundarboði fylgdi útboðsgögn, fundargerð vegna opnunar útboðs, minnisblað sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs þar sem hann gerði grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðu þess. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Stefáni B. Stefánssyni. Í minnisblaði sviðsstjóra og fundargerð innkauparáðs er lagt til að gengið verði til samninga við Stefán B. Stefánsson á grundvelli verðtilboðsins. Drög að samningi á milli aðila liggja fyrir fundinum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórn."