Kaffihús - Menningarhúsinu Bergi

Málsnúmer 202409090

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 105. fundur - 24.09.2024

Tekið til umræðu.
Rekstraraðilar á kaffihúsi í Menningarhúsinu Bergi hætta rekstri á kaffihúsi 30.09.2024. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að auglýsa aftur útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi. Sviðsstjóra og forstöðumanni safna og Menningarhúsins Bergs, er falið að uppfæra útboðsgögn og setja þau í auglýsingu sem fyrst.

Byggðaráð - 1134. fundur - 05.12.2024

Tekin fyrir niðurstaða útboðs á rekstri kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi. Fundarboði fylgdi útboðsgögn, fundargerð vegna opnunar útboðs, minnisblað sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs þar sem hann gerði grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðu þess. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Stefáni B. Stefánssyni. Í minnisblaði sviðsstjóra og fundargerð innkauparáðs er lagt til að gengið verði til samninga við Stefán B. Stefánsson á grundvelli verðtilboðsins. Drög að samningi á milli aðila liggja fyrir fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Menningarráð - 107. fundur - 10.12.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Björk forstöðumaður safna, fara yfir stöðuna á málinu.
Menningarráð fagnar því að það hafi komið tilboð í rekstur á kaffihúsi í Menningarhúsinu Bergi. Menningarráð leggur mikla áherslu á að ljúka við uppsetningu á viftu í eldhúsi sem legið hefur fyrir að gera.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir niðurstaða útboðs á rekstri kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi. Fundarboði fylgdi útboðsgögn, fundargerð vegna opnunar útboðs, minnisblað sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs þar sem hann gerði grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðu þess. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Stefáni B. Stefánssyni. Í minnisblaði sviðsstjóra og fundargerð innkauparáðs er lagt til að gengið verði til samninga við Stefán B. Stefánsson á grundvelli verðtilboðsins. Drög að samningi á milli aðila liggja fyrir fundinum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um kaffihúsið í Menningarhúsinu í Bergi við Stefán B. Stefánsson á grundvelli tilboðs.