Byggðaráð

1134. fundur 05. desember 2024 kl. 13:15 - 14:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kaffihús - Menningarhúsinu Bergi

Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer

Tekin fyrir niðurstaða útboðs á rekstri kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi. Fundarboði fylgdi útboðsgögn, fundargerð vegna opnunar útboðs, minnisblað sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs þar sem hann gerði grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðu þess. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Stefáni B. Stefánssyni. Í minnisblaði sviðsstjóra og fundargerð innkauparáðs er lagt til að gengið verði til samninga við Stefán B. Stefánsson á grundvelli verðtilboðsins. Drög að samningi á milli aðila liggja fyrir fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Samningur um sorphirðu 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Á 1116.fundi byggðaráðs þann 15.ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.

Fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að samkomulagi við Terra umhverfisþjónustu hf. um lengri framlengingu á samningi um þjónustu við sorphirðu og endurvinnslustöð, til 30.júní 2025, á meðan að útboðsgögn vegna þjónustunnar eru í vinnslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð óskaði eftir tilboðum í endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, tilboðsgögn voru afhent 1.október sl. og opnuð þann 1.nóvember 2024 kl. 11:00. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.

Á 1131.fundi byggðaráðs þann 14.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun. Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Á fundi sveitarstjórnar þann 19.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fyrir fundinum liggja fyrir upplýsingar frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun og minnisblað deildarstjóra dags. 3.desember 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur.

4.Beiðni um þjónustusamning vegna starfs byggingafulltrúa

Málsnúmer 202409170Vakta málsnúmer

Á 1122.fundi byggðaráðs þann 26.september sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa.

Bókun byggðaráðs var staðfest samhljóða með 7 atkvæðum á 372.fundi sveitarstjórnar þann 22.október sl.

Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Akureyrarbæ ásamt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð fór yfir drögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir fund byggðaráðs þann 12.desember nk. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

5.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 374.fundi sveitarstjórnar þann 19.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og hafnar ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum. Sveitarstjórn jafnframt bendir á að í gildi er samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um barnavernd. Sveitarstjórn vill að unnið verði áfram eftir þeim samstarfssamningi og er það mat sveitarstjórnar að samstarfið hafi gengið vel.

Fyrir fundinum liggur uppsögn frá Akureyrarbæ, á samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem tók gildi þann 1.janúar 2024. Samningurinn mun því falla úr gildi eigi síðar en 30.nóvember 2025.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði til og var haldinn í morgun. Fundinn sat ásamt sveitarstjóra sviðsstjóri félagsmálasviðs.

Lagt fram til kynningar.



6.Vinnuhópur um brunamál - uppfært erindisbréf

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 372.fundi sveitarstjórnar þann 22.október sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi varðandi skipun vinnuhópsins: Sveitarstjóri, slökkviliðsstjóri, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr byggðaráði og umhverfis og dreifbýlisráði. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Fyrir fundinum liggur endurskoðað erindisbréf vegna breyttra skipan vinnuhópsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf vinnuhóps um brunamál.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga:

955.fundur þann 15.nóvember 2024
956.fundur þann 20.nóvember 2024
957.fundur þann 22.nóvember 2024
958.fundur þann 24.nóvember 2024
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Fundargerð 67.fundar þann 5.nóvember sl, og fundargerð 68.fundar þann 25.nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri