Frá Framkvæmdasviði; Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406

Málsnúmer 202403027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 15:53.

Á 1114. fundi byggðaráðs þann 4. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

Á 1115. fundi þann 18. júlí sl. var svo m.a. eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori."

Samkvæmt ofangreindu þá var framkvæmdin boðin út að nýju og samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Tilboð voru opnuð 1. nóvember 2024 kl. 11:00.
Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.
Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun.
Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1114. fundi byggðaráðs þann 4. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.
Á 1115. fundi þann 18. júlí sl. var svo m.a. eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori."
Samkvæmt ofangreindu þá var framkvæmdin boðin út að nýju og samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Tilboð voru opnuð 1. nóvember 2024 kl. 11:00.
Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.
Niðurstaða : Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun.
Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1134. fundur - 05.12.2024

Dalvíkurbyggð óskaði eftir tilboðum í endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, tilboðsgögn voru afhent 1.október sl. og opnuð þann 1.nóvember 2024 kl. 11:00. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og opnunarfundargerð þá barst eitt tilboð í verkið sem er frá Tréverki. Fyrir liggur samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun unnið af AVH.

Á 1131.fundi byggðaráðs þann 14.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna - og framkvæmdadeildar að óska eftir frekari upplýsingum frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun. Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Á fundi sveitarstjórnar þann 19.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fyrir fundinum liggja fyrir upplýsingar frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun og minnisblað deildarstjóra dags. 3.desember 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 19.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggja fyrir upplýsingar frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun og minnisblað deildarstjóra dags. 3.desember 2024.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur á grundvelli tilboðs.