Byggðaráð

1114. fundur 04. júlí 2024 kl. 13:15 - 15:56 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sveitarstjóri tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.
Freyr Antonsson tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS frá 1. lið og kom á fundinn kl. 13:55 undir 2.lið.

Í upphafi fundar bar formaður upp heimild til að bæta við 2 málum á dagskrá;
Mál 202403027, liður 22, og mál 202407016, liður 23, og var það samþykkt.

1.Frá 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl; Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, og Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 13:15.

Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku: Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir samantekt frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar á tjóni vegna kals í túnum og ótíðar í byrjun júní 2024 í Dalvíkurbyggð og lögð var fram á fundinum. Kristinn Bogi Antonsson. Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun: Tún á Norðausturlandi eru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir hafa komið í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið er verst í Svarfaðardal og þar eru dæmi um að 90% túna séu ónýt. Er kalið það versta sem sést hefur í 40 ár! Það er því mikil vinna, að græða upp túninn og því fylgir gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð er áætlað að um 1200 hektarar séu skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun ótrygg, þó hefur ríkið ávallt brugðist við stórtjónum af völdum náttúrunnar. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi fjármögnun þannig að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn feli byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu. Fleiri tóku ekki til máls.Niðurstaða:Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun."

Til umræðu ofangreint.

Sigurgeir vék af fundi kl. 13:48.
Óðinn vék af fundi kl. 13:48.
Byggðaráð ítrekar ofangreinda bókun sveitarstjórnar og leggur áherslu á að Bjargráðasjóður og ríkisvaldið komi að málum sem fyrst og greiði út bætur fyrir áramót.

2.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna aukaverka við lóð á Krílakoti

Málsnúmer 202406143Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar, dagsett þann 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að klára þá verkþætti sem teknir voru út úr verksamningi vegna endurnýjun lóðar á Krílakoti og samið um sérstaklega.


Fyrir liggur samkomulag við Steypustöðina á Dalvík ehf. um ný einingaverð fyrir sjö af þeim verkþáttum sem teknir voru út úr samningi en tveir verða felldir niður. Samkomulagið hljóðar upp á kr. 4.107.500. Einnig er búið að bæta við einum verkþætti sem ekki var í útboði; lagning snjóbræðslu undir hellulögn á ungbarnasvæði. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.727.500.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 28, að upphæð kr. 4.727.500 á lið 32200-11601 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 202405083Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 14. maí 2024, þar sem sóakð er eftir viðauka vegna endurnýjunar á reykköfunarkútum. Keyptir voru 8 nýjir kútar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun 2024. Óskað er eftir kr. 982.000 viðauka á fjárhagsáætlun 2024, deild 07210, lykil 2810. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir viðauka til kaupa á handverkfærum og öðrum búnaði á nýjan slökkvibíl. Á fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 1.500.000 til þessa verks en þar sem ófyrirséð afföll urðu á öðrum búnaði liðsins þurfi að nota hluta heimild til búnaðarkaupa til að bregðast við kaupum á reykköfunarkútum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 982.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr.29, við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 982.000 á lið 07210-2810 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Frá sveitarstjóra; beiðni um launaviðauka vegna starfs Hafnastjóra.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1113. fundi byggðaráðs þann 27. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga frá sveitarstóra að starfslýsingu og uppfært minnisblað.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfslýsingu fyrir nýtt starf Hafnastjóra og felur sveitarstjóra auglýsa starfið og leggja fyrir byggðaráð launaviðauka, viðauki nr. 22, fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni vegna launa að upphæð kr. 5.706.454 á deild 41210 vegna starfs Hafnastjóra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 22, að upphæð kr. 5.706.454 við fjárhagsáætlun 2024 á deild 41210-laun. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202404126Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 5.069.621 launa vegna afleysingar og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402042Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðaukabeiðni, viðauki nr. 26 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 3.468.044 vegna launa.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Tónlistarskólinn á Tröllaskaga; hvatastyrkir - reikningagerð - bókhald

Málsnúmer 202211044Vakta málsnúmer

Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18 júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fer yfir hvaða breytingar þarf að gera er varðar Sportabler, reikningagerð og bókhald hjá Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þessar breytingar á innheimtukerfi og óska eftir að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu hjá Dalvíkurbyggð, leggi fyrir minnisblað er varðar kostnað við þessar breytingar inn í Bæjarráð Fjallabyggðar og Byggðaráð Dalvíkurbyggðar." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. maí sl. Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við Sveitagáttina / BC fyrir skráningu í TÁT, Sportabler sleppt en boðið verðir upp á að sækja um frístundastyrk sem og ganga frá skráningu frístundastyrks ásamt bókun. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um kr. 670.000 fyrir utan mánaðargjöld.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að farin verði sú leið sem lögð er til í ofangreindu minnisblaði. Kostnaður vegna þessa fari á deild 04540 og skiptist í hlutföllum á milli sveitarfélaganna samkvæmt samstarfssamningi. Jafnframt fari kostnaður vegna mánaðargjalds á deild 04540 og skiptist í sömu hlutföllum þar til Dalvíkurbyggð ákveður að innleiða vefumsóknir fyrir annað."

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Innheimta skólagjalda hjá TÁT mál nr. 2406032
Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð varðandi innheimtu skólagjalda hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, TÁT.
Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við sveitargáttina hjá Dalvíkurbyggð í stað þess að innheimta gjöld í gegnum Sportabler eins og nú er gert.
Niðurstaða:
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar, dagsettur þann 25. júní sl. með afgreiðslu fyrir hönd Fjallabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við bæjarráð Fjallabyggðar að kostnaði vegna uppsetningar á vefumsóknarlausn vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga skiptist í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um rekstur skólans.

8.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; styrkur

Málsnúmer 202403110Vakta málsnúmer

Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir." Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 24. apríl sl., þar sem upplýst er um að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 7. maí nk. Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað upplýsingafulltrúa með tillögum að verkefnum til að sækja um styrk fyrir í styrktarsjóð EBÍ, 1) Skilti fyrir vetrarferðamennsku. 2) Instagram vænir rammar /staðir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk fyrir verkefnið um skilti fyrir vetrarferðamennsku."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá EBÍ, dagsettur þann 7. júní sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð var úthlutað styrk að upphæð kr. 400.000 vegna skiltis fyrir vetrarferðamennsku.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 949 og nr. 950.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Skáldalækur Ytri - breyting á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júni sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 lauk þann 9. júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 2. áfanga frístundabyggðar í landi Skáldalækjar ytri lauk þann 9. júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Rarik, slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Landeigendur á svæðinu hafa lagt til að nýr vegur innan svæðisins fái heitið Skáldalækjartröð.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir 2.áfanga frístundabyggðar í landi Skáldalækjar með þeirri breytingu eftir auglýsingu að vegur innan svæðisins (merktur "aðkoma") fái heitið Skáldalækjartröð til samræmis við tillögur landeigenda. Skipulagsráð leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að staðsetningu brunahana á svæðinu í samræmi við umsögn slökkviliðsstjóra. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir 2.áfanga frístundabyggðar í landi Skáldalækjar með þeirri breytingu eftir auglýsingu að vegur innan svæðisins (merktur "aðkoma") fái heitið Skáldalækjartröð til samræmis við tillögur landeigenda. Byggðaráð tekur undir með skipulagsráði og leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að staðsetningu brunahana á svæðinu í samræmi við umsögn slökkviliðsstjóra.

12.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 4. júní sl. Uppfærð tilaga gerir ráð fyrir að sömu útlitsskilmálar gildi um alla bygginarreiti innan lóðarinnar. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði efnt til íbúafundar þar sem lóðarhafi kynni áform um uppbyggingu á svæðinu. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og ítrekar fyrri bókun sína frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.apríl sl. "
a) Monika Margrét Stefánsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
"Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð."
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði efnt til íbúafundar þar sem lóðarhafi kynni áform um uppbyggingu á svæðinu.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði hvernig íbúakönnun verði framkvæmd meðal íbúa á Árskógssandi innan þéttbýlismarka um ofangreind áform.

13.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406130Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Norðurorku hf. að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýs athafnasvæðis í landi Ytri Haga og hitaveitulagnar frá borholum í landi Ytri Haga að Hjalteyri. Meðfylgjandi skipulagslýsing. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn. Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 16. apríl sl. að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um nýtt 0,05 ha iðnaðarsvæði á Hauganesi. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir frekari rökstuðningi vegna ákvörðunar sveitarstjórnar. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagðan rökstuðning fyrir ákvörðun um óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæuðm ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagðan rökstuðning fyrir ákvörðun um óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Lónsbakkahverfi Hörgársveit - umsagnarbeiðni vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir hringtorg

Málsnúmer 202406001Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní 2024 var eftirfarandi bókað:
"Erindi Hörgársveitar dags. 3. júní 2024 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024. Umsagnarfrestur er veittur til 15. júlí 2024. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

16.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032- umsagnarbeiðni vegna hafnarsvæðis Siglufirði

Málsnúmer 202406008Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi Fjallabyggðar dags. 3. júní 2024 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 vegna breytinga á hafnarsvæði á Siglufirði. Umsagnarfrestur er veittur til 19. júlí 2024. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 vegna breytinga á hafnasvæði á Siglufirði.

17.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Árgerði - umsókn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 202406028Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. júní 2024 þar sem Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson sækir um stækkun bílgeymslu á lóðinni Árgerði (L152225) á Árskógssandi . Til stendur að breikka bílgeymsluna til austurs um 2 m. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Niðurstaða:Að mati skipulagsráðs er ekki þörf á að grenndarkynna áformin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar og afgreiðslu byggingarfulltrúa í kjölfarið. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og mat skipulagsráðs á að ekki sé talin þörf á að grenndarkynna áformin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

18.Frá 22. fundi skipulagsráðs þnn 28.06.2024; Kóngsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 202306068Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð afstöðumynd af fyrirhuguðu sumarhúsi á lóðinni Rikkubæ í landi Kóngsstaða til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 8. nóvember 2023. Málið varðar umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða.

19.Frá Skíðafélagi Dalvíkur-byggingarleyfisumsókn vegna vélageymslu og aðstöðuhúss

Málsnúmer 202405128Vakta málsnúmer

Erindi frá byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar dags. 28. júní 2024 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs varðandi byggingu vélageymslu og aðstöðuhúss á lóð Skíðafélags Dalvíkur við Brekkusel.
Hæð fyrirhugaðrar byggingar er 5,3 m en skilmálar deiliskipulags fyrir svæðið kveða á um hámarkshæð 5 m.
Að mati byggðaráðs er ekki talin þörf á breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik frá skilmálum deiliskipulagsins er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

20.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Lokastígur 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202406071Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 10.júní 2024 þar sem EGO hús ehf. sækir um lóð nr. 6 við Lokastíg á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykki erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Lokastíg 6 til EGÓ húsa ehf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Frá 22. fundi skipulagsráðs þann 28.06.2024; Hringtún 24 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 21. júní 2024 þar sem Valgerður I.R. Guðmundsdóttir sækir um frest til framkvæmda á lóð nr. 24 við Hringtún. Lóðinni var úthlutað til lóðarhafa þann 23. janúar sl. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að framlengja framkvæmdafrest um 3 mánuði, eða til 23.október 2024. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 24 við Hringtún um 3 mánuði, eða til 23. október nk.

22.Frá Framkvæmdasviði; Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

23.Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 2711

Málsnúmer 202407016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bátum og búnaði ehf., dagsett þann 3. júlí sl., þar sem óskað er eftir yfirlýsingu sveitarfélagsins að Dalvíkurbyggð ætli ekki að nýta sér forkaupsrétt að skipinu Rún EA351. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, 12. grein, 3. mgr., þá er kveðið á um að eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Ákvæði þessarar greinar um forkaupsrétt gilda ekki við sölu opinna báta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýtir sér ekki forkaupsrétt sinn.

24.Skipulagsráð - 22, frá 28.06.2024

Málsnúmer 2406010FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð skipulagsráðs nr. 22 frá 28. júní sl.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:56.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs