Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar, dagsett þann 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að klára þá verkþætti sem teknir voru út úr verksamningi vegna endurnýjun lóðar á Krílakoti og samið um sérstaklega.
Fyrir liggur samkomulag við Steypustöðina á Dalvík ehf. um ný einingaverð fyrir sjö af þeim verkþáttum sem teknir voru út úr samningi en tveir verða felldir niður. Samkomulagið hljóðar upp á kr. 4.107.500. Einnig er búið að bæta við einum verkþætti sem ekki var í útboði; lagning snjóbræðslu undir hellulögn á ungbarnasvæði. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.727.500.