Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 2711

Málsnúmer 202407016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Tekið fyrir erindi frá Bátum og búnaði ehf., dagsett þann 3. júlí sl., þar sem óskað er eftir yfirlýsingu sveitarfélagsins að Dalvíkurbyggð ætli ekki að nýta sér forkaupsrétt að skipinu Rún EA351. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, 12. grein, 3. mgr., þá er kveðið á um að eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Ákvæði þessarar greinar um forkaupsrétt gilda ekki við sölu opinna báta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýtir sér ekki forkaupsrétt sinn.