Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júni sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar. Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur minnisblöðum sem fylgdu fundarboði byggðaráðs er varðar samanburð á yfirhafnaverði og hafnarstjóra sem og samanburður á starfsmati.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði hafnastjóri á Hafnir Dalvíkurbyggðar. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að ráðinn verði hafnastjóri við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að leggja starfslýsingu, viðauka og endurskoða hafnarreglugerð vegna skipulagsbreytinga fyrir byggðaráð. "
Til umræðu ofangreint.