Byggðaráð

1113. fundur 27. júní 2024 kl. 13:15 - 15:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Staða framkvæmda 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15. Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. " Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt og hver staða verkefna er.

Halla Dögg og María viku af fundi kl. 14:01.
Byggðaráð þakkar Höllu Dögg, Maríu og Helgu Írisi yfirferðina.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna lækkunar á vatnslögn og lagfæringa á bílastæði á Krílakoti

Málsnúmer 202406110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 24. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna lækkunar á vatnslögn og lagfæringa á bílastæði við Krílakot. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 4.680.000, þar af kr. 1.900.000 á lið 31120-4610 og kr. 2.780.000 á lið 32200-11900.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 24 að upphæð kr. 4.680.000, þannig að kr. 1.900.000 fari á lið 31120-4610 vegna viðhalds á vatnslögn, og kr. 2.780.000 fari á lið 32200-11601 vegna framkvæmda á bílastæði.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna frágangs gangstétta í Hringtúni

Málsnúmer 202406109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 24. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna frágangs á gangstéttum í Hringtúni.Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.200.000 á deild 32200-11900 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:16.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 4.200.000 á deild 32200-11900.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Frá 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl.; Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar; ráðning Hafnastjóra

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júni sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar. Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur minnisblöðum sem fylgdu fundarboði byggðaráðs er varðar samanburð á yfirhafnaverði og hafnarstjóra sem og samanburður á starfsmati.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði hafnastjóri á Hafnir Dalvíkurbyggðar. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að ráðinn verði hafnastjóri við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að leggja starfslýsingu, viðauka og endurskoða hafnarreglugerð vegna skipulagsbreytinga fyrir byggðaráð. " Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Afgreiðslu frestað og sveitarstjóri vinnur áfram að málinu."

Með fundarboði fylgdi tillaga frá sveitarstjóra að starfslýsing og uppfært minnisblað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfslýsingu fyrir nýtt starf Hafnastjóra og felur sveitarstjóra auglýsa starfið og leggja fyrir byggðaráð launaviðauka, viðauki nr. 22, fyrir næsta fund byggðaráðs.

5.Soffías ehf.; dómur vegna samnings

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afrit af stefnu frá Soffías ehf. til heimilis að Öldugötu 22 á Árskógssandi á hendur Dalvíkurbyggð. Dómskröfur stefnanda eru að stefnandi krefst aðallega að viðurkennt verði með dómi samningur félagsins og stefnda um vatnskaups og fleira sem undirritaður var 14. maí 2010, ásamt viðauka við samninginn sem dagsettur er 20. júní 2013, séu í gildi og skuldbindandi fyrir stefnda. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að veita stefnanda rétt til nýtingar vatns úr vatnslindum stefnda til 20. júní 2063 með þeim skilmálum og á þeim kjörum sem kveðið er á um í samningi stefnanda og stefnda um vatnskaup og fleira frá 14. maí 2010.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afrit af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, dómur frá 21. júní sl., í máli nr. E-56/2024.
Niðurstaðan er að Dalvíkurbyggð er sýknað af kröfum stefnanda, Soffías ehf. og skal greiða sveitarfélaginu kr. 2.000.000 í málskostnað.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

a) Fundur kjörinna fulltrúa 26.06.2024 - samantekt.
b) Fjárhagsrammi 2025.
Frestað.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402042Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202406070Vakta málsnúmer


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni nr. 23 að fjárhæð kr. 747.942.-

Að öðru leiti er umfjöllun og afgreiðsla bókuð í trúnaðarmálabók.

9.Heimsókn - Byggðasafnið

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Í lok fundar fór byggðaráð ásamt sveitarstjóra í heimsókn í húsnæði Byggðasafnsins í kjallara Ráðhúss Dalvikur en þar er búið að koma hluta af munun safnsins fyrir á meðan að húsnæðismál Byggðasafsnins eru í vinnslu.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúss, tók á móti byggðaráði og sveitarstjóra, kl. 15:15.

Björk vék af fundi kl. 15:55.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs