Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna lækkunar á vatnslögn og lagfæringa á bílastæði á Krílakoti

Málsnúmer 202406110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1113. fundur - 27.06.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 24. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna lækkunar á vatnslögn og lagfæringa á bílastæði við Krílakot. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 4.680.000, þar af kr. 1.900.000 á lið 31120-4610 og kr. 2.780.000 á lið 32200-11900.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 24 að upphæð kr. 4.680.000, þannig að kr. 1.900.000 fari á lið 31120-4610 vegna viðhalds á vatnslögn, og kr. 2.780.000 fari á lið 32200-11601 vegna framkvæmda á bílastæði.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.