Málsnúmer 202406094Vakta málsnúmer
Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23 maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasan, kl. 13:43. Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. maí sl., óskar Hjalti Páll eftir fund með sveitartjóra og/eða fulltrúm sveitarstjórnar til að ræða um málefni Flugklasans. Fundarefni er framhald á samtali um málefni Flugklasans og framtíð hans - óformlegt spjall til að taka stöðuna og hlera sjónarmið sveitarfélagsins. Hjalti Páll vék af fundi kl. 14:19.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Hjalta Páli fyrir komuna og kynninguna. Lagt fram til kynningar."
Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 13. júní sl., þar sem gert er grein í stuttri samantekt fyrir því sem kom fram á fundum með fulltrúum sveitarfélaganna á öllu Norðurlandi til þess að ræða stöðu Flugklasans og mögulega framtíð verkefnisins.
Hvað varðar Norðurland vesta þá er ekki vilji til að fjárfesta í þessu verkefni, þar sem sveitarfélögin sjá lítinn ávinning.
Hvað varðar Norðurland eystra þá vilja sveitarfélögin halda áfram stuðningi við þetta mikilvæga verkefni, en spurning hvernig það verður útfært og fjármagnað.
Byggt á niðurstöðum fundanna á Norðurlandi eystra þá eru 5 mögulegar sviðsmyndir settar upp fyrir framhaldið. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir taki málið til umfjöllunar og ræði hvort halda eigi stuðningi áfram og hvaða sviðsmynd hugnist þeim best. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarfélaga í lok sumars, þar sem fulltrúar sveitarfélaganna ræði saman og taki ákvörðun um framhaldið.