Byggðaráð

1112. fundur 20. júní 2024 kl. 13:15 - 16:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Orkusölunni; Raforkusölusamningur

Málsnúmer 202406084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila.

Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa.

2.Frá Markaðsstofnu Norðurlands;Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 202406094Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23 maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasan, kl. 13:43. Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. maí sl., óskar Hjalti Páll eftir fund með sveitartjóra og/eða fulltrúm sveitarstjórnar til að ræða um málefni Flugklasans. Fundarefni er framhald á samtali um málefni Flugklasans og framtíð hans - óformlegt spjall til að taka stöðuna og hlera sjónarmið sveitarfélagsins. Hjalti Páll vék af fundi kl. 14:19.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Hjalta Páli fyrir komuna og kynninguna. Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 13. júní sl., þar sem gert er grein í stuttri samantekt fyrir því sem kom fram á fundum með fulltrúum sveitarfélaganna á öllu Norðurlandi til þess að ræða stöðu Flugklasans og mögulega framtíð verkefnisins.

Hvað varðar Norðurland vesta þá er ekki vilji til að fjárfesta í þessu verkefni, þar sem sveitarfélögin sjá lítinn ávinning.
Hvað varðar Norðurland eystra þá vilja sveitarfélögin halda áfram stuðningi við þetta mikilvæga verkefni, en spurning hvernig það verður útfært og fjármagnað.

Byggt á niðurstöðum fundanna á Norðurlandi eystra þá eru 5 mögulegar sviðsmyndir settar upp fyrir framhaldið. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir taki málið til umfjöllunar og ræði hvort halda eigi stuðningi áfram og hvaða sviðsmynd hugnist þeim best. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarfélaga í lok sumars, þar sem fulltrúar sveitarfélaganna ræði saman og taki ákvörðun um framhaldið.

Byggðaráð er tilbúið að leggja til að Dalvíkurbyggð haldi áfram að styðja við verkefnið að því gefnu að öll sveitarfélögin taki þátt. Varðandi sviðsmyndir þá getur byggðaráð á þessu stigi ekki hallað sér að einni ákveðinni sviðsmynd umfram aðrar. Blönduð útfærsla af þessum sviðsmyndum væri til dæmis ein leið.

3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024; nr. 947 og nr. 948

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarféalga nr. 947 og nr. 948.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir SSNE 2024 nr. 64

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 5. júní sl., nr. 64.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá 370. fundi sveitarstjórnar þann 18.06.2024; Starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag, hafna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júni sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar. Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur minnisblöðum sem fylgdu fundarboði byggðaráðs er varðar samanburð á yfirhafnaverði og hafnarstjóra sem og samanburður á starfsmati.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði hafnastjóri á Hafnir Dalvíkurbyggðar. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að ráðinn verði hafnastjóri við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að leggja starfslýsingu, viðauka og endurskoða hafnarreglugerð vegna skipulagsbreytinga fyrir byggðaráð. "

Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóri vinnur áfram að málinu.

6.Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson,ráðgjafi hjá Ásgarði- Íslenskri skólaráðgjöf, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:00.

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Kristrún Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði, fara yfir niðurstöður á úttekt varðandi stöðugildi í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Fræðsluráð þakkar Kristrúnu og Gunnþóri fyrir góða kynningu á niðurstöðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að markvisst innra mat skólanna verði sett í forgang í skólum sveitarfélagsins. Sviðsstjóra falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skólanna."

Gunnþór Eyfjörð gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar á stöðugildum og stöðu innleiðingar á menntastefnu Dalvíkurbyggðar í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Gunnþór Eyfjörð vék af fundi kl. 14:59.
Byggðaráð þakkar góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

7.Krílakot Lóð - E2203 - útboð / tilboð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 294. fundi fræðsluráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Stutt kynning á útboðsgögnum vegna endurbætur á skólalóð Krílakots.Niðurstaða:Fræðsluráð þakkar Helgu Írisi, deildastjora Eigna - og framkvæmdadeildar, fyrir góða kynningu á útboðsgögnum á endurbótum á leikskólalóð á Krílakoti."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað vinnuhópsins um leikskólalóðina á Krílakoti er varðar tillögu vinnuhópsins í kjölfar útboðs.


Fram kemur að eitt tilboð barst í verkið sem er frá Steypustöðinni Dalvík ehf. og hljoðaði það upp á kr. 97.772.775 sem er 23,4% yfir kostnaðaráætlun. Lagt er til að gengið verði til samninga við Steypustöðina en að heimild sveitarfélagsins til þess að fella niður ákveðna verkþætti verði nýtt. Um er að ræða 9 verkþætti sem gert er grein fyrir í minnisblaðinu og lækkar því samningsfjárhæðin um kr. 17.133.000.
Lagt er til að tilboði Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. verði tekið með þessum breytingum og að verksamningur við tilboðshafa vegna endurnýjunar leikskólalóðarinnar á Krilakoti hljóði upp á kr. 80.639.775.

Óskað er eftir viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 16.560.000, annars vegar kr. 10.650.000 á lið 32200-11601 og kr. 5.910.000 á lið 32200-11860. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir kr. 70.000.000 endurnýjunar á lóðinni.

Gísli vék af fundi kl. 15:35.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu vinnuhópsins um að tilboði Steypustöðvarinnar á Dalvík ehf. verði tekið að upphæð kr. 80.639.775.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 16.560.000;þannig að á lið 32200-11601 fari kr. 10.650.000 og kr. 5.910.000 á lið 32200-11860. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202406070Vakta málsnúmer

Frestað

Fundi slitið - kl. 16:17.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs