Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 286. fundur - 11.10.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - menningarsviðs, upplýsti um stöðu á málinu.
Máli frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti og Dominique gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldar fóru af fundi kl. 09:15
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tilboð sem komu frá KPMG,RSH og Ásgarði, varðandi úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð, leggur til að gengið verði til samninga við Ásgarð að vinna úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð kostnaður bókist á lykil um sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tilboð sem komu frá KPMG,RSH og Ásgarði, varðandi úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að gengið verði til samninga við Ásgarð að vinna úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð kostnaður bókist á lykil um sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu. Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að gengið verði til samninga við Ásgarð um úttekt á stöðugildum í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á deild 04010.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Kristrún Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði, fara yfir niðurstöður á úttekt varðandi stöðugildi í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Kristrúnu og Gunnþóri fyrir góða kynningu á niðurstöðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að markvisst innra mat skólanna verði sett í forgang í skólum sveitarfélagsins. Sviðsstjóra falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skólanna.

Byggðaráð - 1112. fundur - 20.06.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson,ráðgjafi hjá Ásgarði- Íslenskri skólaráðgjöf, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:00.

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Kristrún Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði, fara yfir niðurstöður á úttekt varðandi stöðugildi í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Fræðsluráð þakkar Kristrúnu og Gunnþóri fyrir góða kynningu á niðurstöðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að markvisst innra mat skólanna verði sett í forgang í skólum sveitarfélagsins. Sviðsstjóra falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skólanna."

Gunnþór Eyfjörð gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar á stöðugildum og stöðu innleiðingar á menntastefnu Dalvíkurbyggðar í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Gunnþór Eyfjörð vék af fundi kl. 14:59.
Byggðaráð þakkar góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.