Fræðsluráð

292. fundur 10. apríl 2024 kl. 08:15 í Dalvíkurskóla
Nefndarmenn
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
  • Helgi Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, boðaði forföll og í hennar stað kom Júlía Ósk Júlíusardóttir . Jolanta Krystyne Brandt boðaði forföll og í hennar stað kom Helgi Einarsson. Benedikt Snær Magnússon, varaformaður, stýrði fundi.

Aðrir sem sátu fund:Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Díana Björk Jónsdóttir,fulltrúi starfsfólks á Krílakoti. Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti.

1.Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Kristrún Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði, fara yfir niðurstöður á úttekt varðandi stöðugildi í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Kristrúnu og Gunnþóri fyrir góða kynningu á niðurstöðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að markvisst innra mat skólanna verði sett í forgang í skólum sveitarfélagsins. Sviðsstjóra falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skólanna.

2.Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 202403098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna dags. 18. mars 2024 , um hljóðvist í skólum.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fyrir fræðsluráð. Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskóla og sviðsstjóra.
Skóladagatal Dalvíkurskóla samþykkt með fimm atkvæðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka fyrir skóladagatal Árskógarskóla og Krílakots á næsta fund hjá ráðinu.

4.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2024

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat 2024 fyrir málaflokk 04.(fræðslumál)
Lagt fram til kynningar.
Grunnskólafólk úr Dalvíkurskóla fór af fundi 09:55

5.Skólastarf í Árskógarskóla

Málsnúmer 202404038Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir starfið í Árskógarskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Friðrik Arnarson, skólastjóri og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri fóru af fundi kl. 10:15

7.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár.
Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakot og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri á Krílakoti, fóru af fundi kl. 10:20.

8.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar fyrir góðar móttökur í Dalvíkurskóla.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
  • Helgi Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs