Frá Orkusölunni; Raforkusölusamningur

Málsnúmer 202406084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1112. fundur - 20.06.2024

Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila.

Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa.

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024

Á 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila. Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa."

Framkvæmdastjórn / innkauparáð hefur fjallað um ofangreint á fundum sínum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum samningi sem og upplýsingar um samningskjör.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga frá Orkusölunni forsendur samningsins.